Á meðan íslenska ríkisstjórnin bagsast við að "ná stjórn" á eigin þingmönnum og koma íslensku þjóðinni heillri á húfi í gegnum afleiðingar ömurlegustu mannanna verka sem flest okkar muna eftir, þá er kínverska ríkisstjórnin heldur betur með forgangsröðunina á hreinu.
Á morgun verður 60 ára afmæli Alþýðulýðveldisins nefnilega fagna. Þá er mikilvægt að hafa stjórn á hlutunum, m.a.s. veðrinu. Veðurfræðingar þurfa ekki bara að segja til um veðrið, heldur hafa þeir gert ýmsar ráðstafanir til að halda því mannvænlegu, enda er reiknað með að um 190.000 manns komi saman í samstilltum og vel skipulögðum hátíðahöldum.
Þetta er víst í fyrsta skipti í sögu Kína sem svo mikil inngrip í veðurfar eru reynd. Ætli þetta sé það sem koma skal? Verst að við erum á hvínandi kúpunni, gætum kannski losnað við þetta leiðindaveður sem er að hrella okkur. Þótt ég vildi frekar losna við Icesave.
30.9.09
þjónusta í lagi
Ég kom við í Erninum í fyrradag, af því ég var á bílnum að snattast aldrei þessu vant. Ætlaði að fá mér nýjan hjólahjálm. Hafði misst minn tvisvar, í annað skiptið brotnaði af honum derið og í hitt skiptið grindin sem stillir stærðina. Í staðinn fyrir að selja mér nýjan hjálm, upp á nokkra þúsundkalla, stakk strákurinn sem afgreiddi mig upp á því að ég kæmi með gamla hjálminn. Það hefði nefnilega verið galli í sendingu fyrir tveimur árum, og þetta gæti bara verið í ábyrgð.
Ég fór aftur í dag og sami strákurinn skipti eldsnöggt um grind (derið þarf ég ekki) og lét mig fá, án þess að það kostaði mig krónu. Gaf mér í leiðinni ráðleggingar um hvernig á að koma í veg fyrir að bremsurnar frjósi þegar fer að kólna (meira). Þetta er í fullu samræmi við aðra þjónustu sem ég hef fengið hjá Erninum, en ég keypti mér hjól þar í fyrra. Fór með það í stillingu í sumar, hafandi þá nýlega heyrt að með kaupunum ætti að fylgja stilling innan árs. Árið var liðið, en um leið og ég sagðist ekki hafa vitað þetta, þá fóru þeir yfir hjólið og gerðu sem nýtt án þess að rukka krónu. Þetta er sko leiðin til að búa til trygga viðskiptavini.
Setja á Facebook
Ég fór aftur í dag og sami strákurinn skipti eldsnöggt um grind (derið þarf ég ekki) og lét mig fá, án þess að það kostaði mig krónu. Gaf mér í leiðinni ráðleggingar um hvernig á að koma í veg fyrir að bremsurnar frjósi þegar fer að kólna (meira). Þetta er í fullu samræmi við aðra þjónustu sem ég hef fengið hjá Erninum, en ég keypti mér hjól þar í fyrra. Fór með það í stillingu í sumar, hafandi þá nýlega heyrt að með kaupunum ætti að fylgja stilling innan árs. Árið var liðið, en um leið og ég sagðist ekki hafa vitað þetta, þá fóru þeir yfir hjólið og gerðu sem nýtt án þess að rukka krónu. Þetta er sko leiðin til að búa til trygga viðskiptavini.
29.9.09
kyn og kynlíf
Ég virðist hafa verið með kynlíf á heilanum í gær. Þess vegna ákvað ég að skoða kyn aðeins. Ég hef haft það á tilfinningunni að konum hafi verið að fjölga allmikið í hópi Eyjubloggara, og fagna því sérstaklega að fá Rósu og Kristínu hingað inn, enda klárar og skemmtilegar konur þar á ferð.
Gerði þess vegna smá úttekt. Það er algengt að konur séu milli 20-30 prósent viðmælenda í fjölmiðlum. Þegar þær eru orðnar meira en þriðjungur fer körlum gjarnan að finnast eins og það heyrist bara í konum (það eru til rannsóknir um þetta, ég nenni bara ekki að finna þær núna).
Mér sýnist vera komnir 100 Eyjubloggarar (og óska Eyjunni til hamingju með það). Sumir eru alveg óvirkir, sumir ekki byrjaðir að blogga (eins og til dæmis Anna netvinkona mín sem ég hvet til að hefjast handa) og sumir hafa ekki látið heyra í sér lengi (eins og til dæmis Obba og Arna), en þetta er fjöldinn.
Þar af eru konur nákvæmlega þriðjungur, eða 33. Svo eru sex hvorugkynsblogg (þar af eitt sem er klárlega skrifað eingöngu af konum og fyrir konur). Karlar eru áfram 60%. Það er reyndar óvenju lágt hlutfall karlmannsradda fyrir fjölmiðil, en ég hefði nú gaman af því að konurnar næðu að rjúfa 40/60 múrinn.
Setja á Facebook
Gerði þess vegna smá úttekt. Það er algengt að konur séu milli 20-30 prósent viðmælenda í fjölmiðlum. Þegar þær eru orðnar meira en þriðjungur fer körlum gjarnan að finnast eins og það heyrist bara í konum (það eru til rannsóknir um þetta, ég nenni bara ekki að finna þær núna).
Mér sýnist vera komnir 100 Eyjubloggarar (og óska Eyjunni til hamingju með það). Sumir eru alveg óvirkir, sumir ekki byrjaðir að blogga (eins og til dæmis Anna netvinkona mín sem ég hvet til að hefjast handa) og sumir hafa ekki látið heyra í sér lengi (eins og til dæmis Obba og Arna), en þetta er fjöldinn.
Þar af eru konur nákvæmlega þriðjungur, eða 33. Svo eru sex hvorugkynsblogg (þar af eitt sem er klárlega skrifað eingöngu af konum og fyrir konur). Karlar eru áfram 60%. Það er reyndar óvenju lágt hlutfall karlmannsradda fyrir fjölmiðil, en ég hefði nú gaman af því að konurnar næðu að rjúfa 40/60 múrinn.
28.9.09
kona og hommi
Þótt ég sé ekkert sérstaklega spennt fyrir hægripólitík á borð við þá sem allt stefnir í að taki við í Þýskalandi eftir kosningarnar í gær, þá verð ég að viðurkenna að það kitlar mig að kanslarinn sé kona og að með henni haldi um stjórnartaumana samkynhneigður karlmaður. Ástralska dagblaðið The Australian bendir á að fyrst hann þoldi Octoberfest, þá hljóti hann að ráða við Hamas og Gaddafi. Líklegast er að hann verði utanríkisráðherra. Hvernig ætli fari þegar hommi heimsækir ríki þar sem samkynhneigð er ólögleg (eða bara ekki til eins og í Íran)?
Og svei mér þá, ef kærastinn hans mætti ekki fara á e-n lista yfir sætustu maka stjórnmálamanna (svona til að hlutgera hann eins og gjarnan er gert við konur).
Setja á Facebook
Og svei mér þá, ef kærastinn hans mætti ekki fara á e-n lista yfir sætustu maka stjórnmálamanna (svona til að hlutgera hann eins og gjarnan er gert við konur).
kynlíf og barneignir
Í dag er alþjóðlegi getnaðarvarnadagurinn, en Félag um kynlíf og barneignir stendur fyrir honum hér á landi. Frétt hér á Eyjunni í dag bendir á að konur spari við sig getnaðarvarnir í kreppunni (spurningin vaknar um það hvort karlar geri það líka, en henni er ósvarað).
Aðgangur að getnaðarvörnum og þar með geta til að ráða yfir eigin líkama var eitt stærsta skrefið í baráttu kvenna fyrir jafnri stöðu á við karla í samfélaginu. Í fjölmörgum ríkjum hafa konur ekki aðgang að getnaðarvörnum vegna valdaleysis í samfélaginu og vegna þess að þær skortir aðgang að fjármagni. Oft bætist svo við að karlar neita að nota smokka, þannig að konurnar smitast af kynsjúkdómum sem þær hafa svo ekki aðgang að læknisþjónustu til að losna við.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við stöndum frammi fyrir því á Íslandi í dag að fólk geti ekki notað sér getnaðarvarnir. Það má jafnvel velta upp þeirri spurningu hvort verðlagið sé jafn hátt og raun ber vitni vegna þess að þetta eru hlutir sem konur hugsa um og karlarnir sem flestir taka ákvarðanir um niðurgreiðslur hafa sjaldan eða aldrei þurft að hugsa um?
Setja á Facebook
Aðgangur að getnaðarvörnum og þar með geta til að ráða yfir eigin líkama var eitt stærsta skrefið í baráttu kvenna fyrir jafnri stöðu á við karla í samfélaginu. Í fjölmörgum ríkjum hafa konur ekki aðgang að getnaðarvörnum vegna valdaleysis í samfélaginu og vegna þess að þær skortir aðgang að fjármagni. Oft bætist svo við að karlar neita að nota smokka, þannig að konurnar smitast af kynsjúkdómum sem þær hafa svo ekki aðgang að læknisþjónustu til að losna við.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við stöndum frammi fyrir því á Íslandi í dag að fólk geti ekki notað sér getnaðarvarnir. Það má jafnvel velta upp þeirri spurningu hvort verðlagið sé jafn hátt og raun ber vitni vegna þess að þetta eru hlutir sem konur hugsa um og karlarnir sem flestir taka ákvarðanir um niðurgreiðslur hafa sjaldan eða aldrei þurft að hugsa um?
26.9.09
frosið bros
Óborganlegar ljósmyndir af Barack Obama, skellt saman í stutt myndband. Er maðurinn vaxmynd?
Andrés Ingi vinur minn fær þakkir fyrir að finna þetta myndband.
Setja á Facebook
Barack Obama's amazingly consistent smile from Eric Spiegelman on Vimeo.
Andrés Ingi vinur minn fær þakkir fyrir að finna þetta myndband.
24.9.09
stöðvið heiminn
Kanadískur vinur minn hefur komið hingað til landsins reglulega síðustu þrjú árin. Hann hefur oft verið hissa á ástandi mála en um síðustu helgi tók steininn úr. Við vorum í mat hjá amerískri vinkonu, sem upplýsti mig með furðan um að sagan segði að Davíð Oddsson yrði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hló, og sagði að ekki yrði ég hissa, en sá kanadíski spurði í forundran hvort Oddssyni yrði í alvörunni treyst fyrir einhverju mikilvægara en pulsusjoppu.
Hann fór heim á þriðjudag. Ég sendi honum sms í kvöld vegna annars og bætti við, orðrómur staðfestur, Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins. Svarið var skýrt og skorinort.
Stöðvið heiminn. Ég ætla út hér.
Setja á Facebook
Hann fór heim á þriðjudag. Ég sendi honum sms í kvöld vegna annars og bætti við, orðrómur staðfestur, Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins. Svarið var skýrt og skorinort.
Stöðvið heiminn. Ég ætla út hér.
kynleg kreppa
Á laugardaginn stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir ráðstefnu um kyn og kreppu, eins og sjá má hér. Ég leiði aðra vinnustofuna eftir hádegið og vil því endilega fá sem flest gott fólk til að mæta.
Kyn og kreppa – má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis?
Norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík, laugardaginn 26. september 2009 kl. 10.00-17.00
Dagskrá:
09.30-10.00 Skráning
10.00-10.10 Ávarp ráðherra: Katrín Jakobsdóttir
10.10-10.25 Tryggvi Hallgrímsson: Jafnréttisvaktin
10.25-10.40 Sigríður Snævarr: Nýttu kraftinn
10.40-10.55 Gyða Margrét Pétursdóttir: Kynskiptur vinnumarkaður
11.00-11.15 Kaffihlé
11.15-11.30 Kristín Pétursdóttir, Auður Capital
11:30-11.45 Carita Peltonen sérfr. í jafnréttismálum og fyrrum starfsmaður Jafnréttisnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar
11.45-12.30 Pallborðsumræður
12.30-13.30 Matarhlé
13.30-13.40 Kynning og röðun í vinnuhópa
13.45-15.00 Vinna í hópum*
15.00-15.20 Kaffi
15.20-16.20 Kynning á niðurstöðum hópa og umræður
16.20-16.30 Lokaorð: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ
*Hópur 1. „Kreppan gefur körlum séns“: Þátttaka verkalýðsfélaganna - leiðir til aukins kynjajafnréttis
*Hópur 2. Hugmyndasmiðja: Hvernig nýtum við okkur kreppuna til aukins jafnréttis kynjanna?
Ráðstefnan fer fram á skandinavísku og ensku. Skráninga á krfi@krfi.is. Allir velkomnir. Aðgangseyrir 1.000 kr. (kaffiveitingar og hádegisverður innifalinn).
Setja á Facebook
Kyn og kreppa – má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis?
Norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík, laugardaginn 26. september 2009 kl. 10.00-17.00
Dagskrá:
09.30-10.00 Skráning
10.00-10.10 Ávarp ráðherra: Katrín Jakobsdóttir
10.10-10.25 Tryggvi Hallgrímsson: Jafnréttisvaktin
10.25-10.40 Sigríður Snævarr: Nýttu kraftinn
10.40-10.55 Gyða Margrét Pétursdóttir: Kynskiptur vinnumarkaður
11.00-11.15 Kaffihlé
11.15-11.30 Kristín Pétursdóttir, Auður Capital
11:30-11.45 Carita Peltonen sérfr. í jafnréttismálum og fyrrum starfsmaður Jafnréttisnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar
11.45-12.30 Pallborðsumræður
12.30-13.30 Matarhlé
13.30-13.40 Kynning og röðun í vinnuhópa
13.45-15.00 Vinna í hópum*
15.00-15.20 Kaffi
15.20-16.20 Kynning á niðurstöðum hópa og umræður
16.20-16.30 Lokaorð: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ
*Hópur 1. „Kreppan gefur körlum séns“: Þátttaka verkalýðsfélaganna - leiðir til aukins kynjajafnréttis
*Hópur 2. Hugmyndasmiðja: Hvernig nýtum við okkur kreppuna til aukins jafnréttis kynjanna?
Ráðstefnan fer fram á skandinavísku og ensku. Skráninga á krfi@krfi.is. Allir velkomnir. Aðgangseyrir 1.000 kr. (kaffiveitingar og hádegisverður innifalinn).
23.9.09
mál að linni
Eftirfarandi grein eftir mig og Dóru Sif Tynes um Icesave birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag.
Takmörkun á greiðslubyrði stendur
Megininntak fyrirvara fyrir veitingu ríkisábyrgðar með lögum nr. 93/2009 er að tryggja að komi til þess að það reyni á ábyrgðina verði greiðslubyrði ríkissjóðs ekki svo þungbær að endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs verði stefnt í voða. Ekki reynir á ríkisábyrgð á láninu ef tryggingasjóður innstæðueigenda stendur í skilum. Ef eignir sjóðsins duga ekki til er það lykilatriði að greiðslubyrði ríkisins verði ekki hærri en sem nemur ákveðnu hlutfalli af vexti vergrar landsframleiðslu. Íslendingar hafa ekki ákvarðað einhliða hversu mikið þeir greiða á ári hverju. Þessi uppstilling gerir það að verkum að það er hagur kröfuhafa að íslenska ríkið nái sér hratt út úr kreppunni, ella verður tæplega um fulla endurgreiðslu á lánunum að ræða á tilskildum tíma.
Skilið milli lána og ábyrgðar
Mikilvægt er að skilja á milli lánasamninganna annars vegar og ríkisábyrgðarinnar hins vegar enda er ríkisábyrgð ekkert annað en trygging fyrir tilteknum skuldbindingum. Það er Breta og Hollendinga að meta hvort ábyrgð skv. lögum nr. 93/2009 veiti fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og þá jafnframt hvort unnt sé að líta svo á að á gildistíma laganna sé um fullnægjandi tryggingu að ræða. Verði lánið ekki að fullu greitt 2024 hafa lánveitendur væntanlega heimild til þess að gjaldfella eftirstöðvar enda er þá skilmálum lánasamnings - þ.e. að ríkisábyrgð sé fyrir hendi - ekki fullnægt. Íslenski löggjafinn hefur jafnframt á þessum tíma möguleika á því að lengja gildistíma ábyrgðarinnar ef þörf krefur eða leggja fram aðrar tryggingar sem kröfuhafar geta samþykkt.
Skuldbinding til staðar þótt ábyrgð falli niður
Breskum og hollenskum stjórnvöldum er í lófa lagið að samþykkja þau skilyrði sem Alþingi hefur sett við veitingu ríkisábyrgðar. Skuldbindingin samkvæmt lánasamningunum er til staðar óháð gildistíma ábyrgðarinnar enda miða lánasamningarnir við að skuldin verði að fullu greidd innan þess tíma. Nauðsynlegt er að hafa í huga að sjóðurinn mun hafa tækifæri til að afla sér fjár á gildistíma ábyrgðarinnar. Það er ekki óeðlilegt að bresk og hollensk stjórnvöld séu ekki tilbúin til þess að fallast á það að íslenska ríkið geti einhliða lýst því yfir að eftirstöðvar lánanna, ef einhverjar verða, muni falla niður að 15 árum liðnum. Vandfundinn er væntanlega sá kröfuhafi sem veitir samþykki fyrir slíkri ráðstöfun enda hefur skuldari þá tæplega mikinn hvata til þess að reyna að standa skil á láninu á lánstíma.
Dómstólaleiðin
Svokölluð dómstólaleið er alltaf opin fyrir þá innstæðueigendur sem telja sig vera hlunnfarna. Rétturinn til að fara með mál fyrir dómstóla er grundvallarmannréttindi og m.a. tryggður af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki Bretar, Hollendingar né Íslendingar geta takmarkað þann rétt með samningum sín á milli. Réttarstaða flestra innstæðueigenda núna er sú að þeir hafa fengið greitt frá breska eða hollenska tryggingarsjóðnum og þar með framselt kröfur sínar til þeirra sjóða. Með því að ganga til samninga um hvernig endurgreiða eigi bresku og hollensku tryggingasjóðunum er því verið að koma í veg fyrir að afgreiðsla málsins dragist á langinn. Að auki vakna mun áleitnari spurningar með því að skjóta málinu til dómstóla, til dæmis um heimild íslenska ríkisins til að mismuna innstæðueigendum eftir búsetu. Komist dómstólar til að mynda að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi borið að tryggja allar innistæður að fullu, líkt og gert var hér á landi, verða skuldbindingarnar mun hærri. Málaferli til að skera úr um þetta munu að öllum líkindum leiða til þess eins að ríkinu verður áfram synjað um erlenda aðstoð og að endurreisnin dragist á langinn.
Mikilvægari verkefni blasa við
Alþingi og ríkisstjórn geta ekki snúið sér að því að sinna vanda heimila og fyrirtækja fyrr en þetta mál er frá. Í upprunalega samningnum var kveðið á um að hann skyldi staðfesta fyrir lok sumarþings. Þurfi að taka lögin aftur upp á þingi þýðir það að samningurinn fer í uppnám. Greiðslur erlendra lána halda áfram að frestast og ekki verður hægt að takast á við bráðan vanda. Með því að viðurkenna heimild lánveitenda til að gjaldfella eftirstöðvar samningsins um leið og ríkisábyrgðin rennur út, án þess að ætla að hafna því að greiða eftirstöðvar skuldanna, er hægt að loka málinu. Þá verður hægt að sinna þeim málum sem mestu máli skipta.
Setja á Facebook
Icesave - nú er mál að linni
Íslenska ríkið stendur frammi fyrir því að mörg hundruð milljarða skuldbinding falli á tryggingasjóð innistæðueigenda, án þess að innistæða sé fyrir skuldbindingunni. Til þess að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum þarf ríkið að afla honum fjár með því að ganga til samninga við lánveitendur. Dómstólar hafa ekki skorið úr um skyldur íslenska ríkisins til að ábyrgjast tryggingasjóðinn. Þó verður að líta svo á að skyldur ríkisins samkvæmt EES-rétti til að innleiða með fullnægjandi hætti tilskipun um innstæðutryggingar geri það að verkum að íslenska ríkið verður að standa á bak við tryggingasjóðinn. Ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi ýta undir þessa túlkun. Einungis með því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins og gæta jafnræðis innistæðueigenda, óháð búsetu, má gera sér vonir um að Ísland fái þá aðstoð frá alþjóðastofnunum sem þarf til að fara að vinda ofan af afleiðingum hrunsins.
Takmörkun á greiðslubyrði stendur
Megininntak fyrirvara fyrir veitingu ríkisábyrgðar með lögum nr. 93/2009 er að tryggja að komi til þess að það reyni á ábyrgðina verði greiðslubyrði ríkissjóðs ekki svo þungbær að endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs verði stefnt í voða. Ekki reynir á ríkisábyrgð á láninu ef tryggingasjóður innstæðueigenda stendur í skilum. Ef eignir sjóðsins duga ekki til er það lykilatriði að greiðslubyrði ríkisins verði ekki hærri en sem nemur ákveðnu hlutfalli af vexti vergrar landsframleiðslu. Íslendingar hafa ekki ákvarðað einhliða hversu mikið þeir greiða á ári hverju. Þessi uppstilling gerir það að verkum að það er hagur kröfuhafa að íslenska ríkið nái sér hratt út úr kreppunni, ella verður tæplega um fulla endurgreiðslu á lánunum að ræða á tilskildum tíma.
Skilið milli lána og ábyrgðar
Mikilvægt er að skilja á milli lánasamninganna annars vegar og ríkisábyrgðarinnar hins vegar enda er ríkisábyrgð ekkert annað en trygging fyrir tilteknum skuldbindingum. Það er Breta og Hollendinga að meta hvort ábyrgð skv. lögum nr. 93/2009 veiti fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og þá jafnframt hvort unnt sé að líta svo á að á gildistíma laganna sé um fullnægjandi tryggingu að ræða. Verði lánið ekki að fullu greitt 2024 hafa lánveitendur væntanlega heimild til þess að gjaldfella eftirstöðvar enda er þá skilmálum lánasamnings - þ.e. að ríkisábyrgð sé fyrir hendi - ekki fullnægt. Íslenski löggjafinn hefur jafnframt á þessum tíma möguleika á því að lengja gildistíma ábyrgðarinnar ef þörf krefur eða leggja fram aðrar tryggingar sem kröfuhafar geta samþykkt.
Skuldbinding til staðar þótt ábyrgð falli niður
Breskum og hollenskum stjórnvöldum er í lófa lagið að samþykkja þau skilyrði sem Alþingi hefur sett við veitingu ríkisábyrgðar. Skuldbindingin samkvæmt lánasamningunum er til staðar óháð gildistíma ábyrgðarinnar enda miða lánasamningarnir við að skuldin verði að fullu greidd innan þess tíma. Nauðsynlegt er að hafa í huga að sjóðurinn mun hafa tækifæri til að afla sér fjár á gildistíma ábyrgðarinnar. Það er ekki óeðlilegt að bresk og hollensk stjórnvöld séu ekki tilbúin til þess að fallast á það að íslenska ríkið geti einhliða lýst því yfir að eftirstöðvar lánanna, ef einhverjar verða, muni falla niður að 15 árum liðnum. Vandfundinn er væntanlega sá kröfuhafi sem veitir samþykki fyrir slíkri ráðstöfun enda hefur skuldari þá tæplega mikinn hvata til þess að reyna að standa skil á láninu á lánstíma.
Dómstólaleiðin
Svokölluð dómstólaleið er alltaf opin fyrir þá innstæðueigendur sem telja sig vera hlunnfarna. Rétturinn til að fara með mál fyrir dómstóla er grundvallarmannréttindi og m.a. tryggður af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki Bretar, Hollendingar né Íslendingar geta takmarkað þann rétt með samningum sín á milli. Réttarstaða flestra innstæðueigenda núna er sú að þeir hafa fengið greitt frá breska eða hollenska tryggingarsjóðnum og þar með framselt kröfur sínar til þeirra sjóða. Með því að ganga til samninga um hvernig endurgreiða eigi bresku og hollensku tryggingasjóðunum er því verið að koma í veg fyrir að afgreiðsla málsins dragist á langinn. Að auki vakna mun áleitnari spurningar með því að skjóta málinu til dómstóla, til dæmis um heimild íslenska ríkisins til að mismuna innstæðueigendum eftir búsetu. Komist dómstólar til að mynda að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi borið að tryggja allar innistæður að fullu, líkt og gert var hér á landi, verða skuldbindingarnar mun hærri. Málaferli til að skera úr um þetta munu að öllum líkindum leiða til þess eins að ríkinu verður áfram synjað um erlenda aðstoð og að endurreisnin dragist á langinn.
Mikilvægari verkefni blasa við
Alþingi og ríkisstjórn geta ekki snúið sér að því að sinna vanda heimila og fyrirtækja fyrr en þetta mál er frá. Í upprunalega samningnum var kveðið á um að hann skyldi staðfesta fyrir lok sumarþings. Þurfi að taka lögin aftur upp á þingi þýðir það að samningurinn fer í uppnám. Greiðslur erlendra lána halda áfram að frestast og ekki verður hægt að takast á við bráðan vanda. Með því að viðurkenna heimild lánveitenda til að gjaldfella eftirstöðvar samningsins um leið og ríkisábyrgðin rennur út, án þess að ætla að hafna því að greiða eftirstöðvar skuldanna, er hægt að loka málinu. Þá verður hægt að sinna þeim málum sem mestu máli skipta.
19.9.09
ég verð næsti ritstjóri Moggans
Nei, bara djók. Ekki trúðirðu þessu?
Ritstjóri Moggans þarf ekki bara að vera með typpi, heldur aðhyllast allt aðrar stjórnmálaskoðanir en ég. Annars væri mér hvorki hælt þegar ég er ósammála Steingrími J. né ráðist á mig* þegar ég er sammála leiðtogum VG... eða er það nokkuð?
*Umrætt bréf var sent að beiðni aðila sem vitað var að yrði skipaður formaður, með stuðningi meirihluta nefndarmanna og vitneskju minnihlutans. Nefndin mun, á sínum fyrsta fundi, fjalla um þau efnisatriði sem þarna eru nefnd.
Setja á Facebook
Ritstjóri Moggans þarf ekki bara að vera með typpi, heldur aðhyllast allt aðrar stjórnmálaskoðanir en ég. Annars væri mér hvorki hælt þegar ég er ósammála Steingrími J. né ráðist á mig* þegar ég er sammála leiðtogum VG... eða er það nokkuð?
*Umrætt bréf var sent að beiðni aðila sem vitað var að yrði skipaður formaður, með stuðningi meirihluta nefndarmanna og vitneskju minnihlutans. Nefndin mun, á sínum fyrsta fundi, fjalla um þau efnisatriði sem þarna eru nefnd.
15.9.09
konur meirihluti seðlabankaráðs
Ingibjörg Ingvadóttir tekur sæti Magnúsar Árna Skúlasonar í bankaráði Seðlabanka Íslands, en hann sagði af sér um helgina. Með því eru konur í meirihluta bankaráðs í fyrsta skipti, fjórar á móti þremur körlum (og innan 40/60 reglunnar sem miðað er við í jafnréttislögum). Þetta held ég að sé í fyrsta skipti sem það gerist og er að sjálfsögðu ánægð með að sjá hana frænku mína þarna inni.
Svo verð ég að deila hérna með ykkur smá 2007 augnabliki. Hafði ekki heyrt þetta lag fyrr en í gær. Spurning hvort þetta sé mikið sungið í dag? Kannski af þeim sem eru að kaupa auðlindir landsins.
Setja á Facebook
Svo verð ég að deila hérna með ykkur smá 2007 augnabliki. Hafði ekki heyrt þetta lag fyrr en í gær. Spurning hvort þetta sé mikið sungið í dag? Kannski af þeim sem eru að kaupa auðlindir landsins.
14.9.09
skúffufyrirtæki innan EES
Ég sit í nefnd um erlendar fjárfestingar, sem hefur það hlutverk að fylgjast með að ákvæðum 4. gr. laga um erlendar fjárfestingar nr. 34/1991 sé framfylgt. Í 4. gr. laganna er fjallað um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hérlendis og í 2. mgr. 4. gr. kemur fram að íslenskir ríkisborgarar og íslenskir aðilar auk lögaðila í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins megi einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu og sambærileg ákvæði eiga við um fjárfestingar í sjávarútvegi.
Lögunum er ætlað að takmarka aðkomu erlendra aðila að ákveðnum atvinnugreinum, en vegna aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið njóta aðilar innan þess sömu réttinda og íslenskir lögaðilar og einstaklingar.
Ég og fleiri nefndarmenn höfum fengið spurningar um það hvort Magma Energy Sweden AB, sem virðist uppfylla skilyrði laganna að forminu til, uppfylli efnisleg skilyrði. Er eðlilegt að fyrirtæki í fullri eigu aðila utan EES geti fjárfest í grunnstoðum íslensks samfélags, sem ljóst er af lagastoðum að ætlun ríkisins er að verja erlendum afstkiptum að einhverju leyti?
Það hlýtur að þurfa að skoða aðkomu erlendra aðila að fjárfestingum hérlendis í nýju ljósi vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í íslensku samfélagi.
Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV og væntanlega verður eitthvað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Setja á Facebook
Lögunum er ætlað að takmarka aðkomu erlendra aðila að ákveðnum atvinnugreinum, en vegna aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið njóta aðilar innan þess sömu réttinda og íslenskir lögaðilar og einstaklingar.
Ég og fleiri nefndarmenn höfum fengið spurningar um það hvort Magma Energy Sweden AB, sem virðist uppfylla skilyrði laganna að forminu til, uppfylli efnisleg skilyrði. Er eðlilegt að fyrirtæki í fullri eigu aðila utan EES geti fjárfest í grunnstoðum íslensks samfélags, sem ljóst er af lagastoðum að ætlun ríkisins er að verja erlendum afstkiptum að einhverju leyti?
Það hlýtur að þurfa að skoða aðkomu erlendra aðila að fjárfestingum hérlendis í nýju ljósi vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í íslensku samfélagi.
Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV og væntanlega verður eitthvað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.
13.9.09
Borlaug látinn
Norman Borlaug, handhafi friðarverðlauna Nóbels fyrir framlag sitt til Grænu byltingarinnar, hélt ræðu árið 2000 í tilefni af því að þrjátíu ár voru liðin frá því honum voru veitt verðlaunin. Í erindinu fór hann yfir tölur sem sýndu að árið 1999 var nægur matur í heiminum til að uppfylla næringarþörf allra íbúa heims. Heildarframleiðsla á mat var rúmlega 5 milljarðar tonna. Þar af komu 99% af landi, aðeins 1% úr sjó og vatni. 92% þess matar sem mannfólkið neytir kemur beint af plöntum, þar af fáum við 70% matar af 30 plöntutegundum. Hin 8%, sem eru dýraafurðir, byggja líka á plöntum. Hefði þessum 5 milljörðum tonna verið skipt þannig niður á íbúa heims að allir fengju 2350 kaloríur á dag, hefði verið hægt að næra hvert mannsbarn og 900 milljónum betur. Annað væri þó uppi á tengingnum ef allir jarðarbúar ætluðu sér að fá 70% sinnar orku úr dýraafurðum eins og við gerum á Vesturlöndum – þá hefði einungis helmingur mannkyns fengið nægan mat. Það er því fátækt og misskipting sem hefur mest áhrif á hungur í heiminum, ekki framleiðsla.
Þótt það sé nærri áratugur liðinn frá því ræðan var haldin þá er ástandið enn sambærilegt. Ég fjallaði um hungur í alþjóðasamhengi í Gárum fyrir rúmu ári síðan, hægt er að hlusta á þáttinn hér.
Setja á Facebook
Þótt það sé nærri áratugur liðinn frá því ræðan var haldin þá er ástandið enn sambærilegt. Ég fjallaði um hungur í alþjóðasamhengi í Gárum fyrir rúmu ári síðan, hægt er að hlusta á þáttinn hér.
fangelsi og fyrirgefning
Ég tók mér einn frídag í þessu ferðalagi sem er að ljúka. Notaði hann til að fara loksins í Stasi fangelsið, sem ég hef ætlað að skoða í öll hin skiptin sem ég hef heimsótt Berlín en ekki komið í verk. Þarna er boðið upp á 90 mínútna skoðunarferð með leiðsögn á ensku einu sinni í viku og ég rétt slapp inn. Ekki seinna vænna, en eftir tvo mánuði verða liðin 20 ár frá því múrinn hrundi.
Fangelsið er reyndar með þeim skárri sem ég hef séð í Austur-Evrópu. Ekki nándar nærri því eins svakalegir pyntingaklefar eins og t.d. í Vilníus, þar sem mér hreinlega varð óglatt undir lokin, þegar ég leit niður og sá að ég stóð á glergólfi og undir því mátti sjá ummerki morðs.
Í Hohenschönhausen* var mönnum haldið í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn á "glæpum" þeirra fór fram. Leiðsögumaðurinn gerði létt grín að gamla kerfinu, benti á að austur-þýskum stjórnvöldum hefði verið mikið í mun að skapa sér trúverðugleika erlendis og þau hefðu því viljað sýna fram á að borgararnir byggju við réttarríki. Það að fangar fengju ekki að hitta lögmenn fyrr en eftir að rannsókn mála var lokið var talið smáatriði.
En þetta er ekki ástæða færslunnar, þótt skoðunarferðin hafi verið áhugaverð. Í lokin vakti leiðsögumaðurinn athygli okkar á því að á þessum tímapunkti væru gestir hans oft reiðir. Margir teldu óeðlilegt að þessu væri lýst sem liðinni tíð, því á hverjum degi væri fjöldi fólks í sambærilegum aðstæðum. Þjóðverjar teldu sig hins vegar heppna, að í þeirra tilviki væri þetta liðin tíð.
Fyrir marga væru aðstæðurnar auðvitað óþægilegar. Nokkrir leiðsögumannanna (aðallega þeir sem fara með þýskumælandi hópa í gegnum safnið) eru fyrrverandi fangar. Þeir lenda oft í því í hverfinu að rekast á fyrrverandi verði. Síðasti yfirmaður fangelsisins er t.d. enn íbúi þarna og fastagestur í næstu matvöruverslun. Það kemur víst oft fyrir að fangarnir spyrji Stasi-liðana hvort hinir síðarnefndu telji sig ekki þurfa að biðjast afsökunar. "Á hverju?" spyrja þeir þá gjarnan. "Þú vissir að það var ólöglegt að tala við útlendinga/fara yfir landamærin. Af hverju gerðirðu það? Ég braut ekkert af mér."
Þetta fannst mér athyglisvert. Nær ekkert sem Stasi-liðarnir gerðu var ólöglegt þegar þeir gerðu það. Örfáir hafa verið sakfelldir, og þá er það fyrir morð, enda skutu þeir flestir fólk sem var að reyna að fara yfir múrinn. Er þetta það sem er að gerast heima á Íslandi? Almenningur er reiður, vill afsökunarbeiðni fremur en flest annað en þeir sem leiddu þjóðina í þessar aðstæður horfa eingöngu á það að þeir hafi ekki brotið lög. Þetta lögformlega atriði er eflaust "öruggur staður að vera á", en ef ekki verður gert almennilega upp þá eigum við mörg eftir að spyrja hina svokölluðu útrásarvíkinga þessarar sömu spurningar langt fram eftir aldri. Það held ég að eigi ekki eftir að vera þjóðarsálinni hollt.
Að þessu loknu fór ég í gömlu höfuðstöðvar Stasi, þar sem Mielke réði ríkjum þar til múrinn féll. Það er svolítið eins og að fara inn í Bond-mynd frá áttunda áratugnum að koma þarna inn, myndavélar í vökvunarkönnum og hnöppum eru mest áberandi framan af. En ein lítil setning um fall múrsins og Stasi vakti athygli mína.
Þegar almenningur réðst inn í höfuðstöðvar Stasi og ætlaði sér að fletta hulunni ofan af þeim illvirkjum sem höfðu verið unnin þar. Stasi-liðar blönduðu sér í hópinn og voru fjölmennir í hópi þeirra sem leiddu innrásina í höfuðstöðvarnar. Þannig tókst þeim að beina athygli lýðræðissinna að þeim byggingum þar sem ómerkilegri gögn var að finna og tækifæri gafst til að fela/eyðileggja gögn sem voru meira virði.
Erum við í sambærilegri stöðu núna á Íslandi? Erum að bregðast við misvísandi yfirlýsingum og aðgerðum þeirra sem hafa hluti að fela? Það er a.m.k. þess virði að hafa það í huga þegar við erum að reyna að komast að því hvaða ákvarðanir leiddu til núverandi stöðu. Ég fékk í dag endanlega staðfestingu á þeirri tilfinningu minni að bankahrunið er algjörlega sambærilegt við samfélagsleg hrun af völdum styrjalda eða stjórnarfarsbreytinga í öðrum ríkjum. Ég vona að okkur beri gæfa til að læra af reynslu annarra þegar við vinnum úr þessu.
====
*Í myndinni Das Leben der Anderen eru senur sem sagt er að eigi sér stað í þessu fangelsi. Forstöðumaðurinn hafnaði hinsvegar umsókn framleiðenda um að fá að taka upp þar, því í myndinni er sagt frá Stasi-liða sem reyndi að aðstoða fangana. Engar vísbendingar eru um að neinn starfsmaður hafi reynt nokkuð slíkt og því var talið óeðlilegt að stuðla að því að gera söguna trúverðugri en hún er. Þetta þykir mér sýna töluverðan þroska þjóðarinnar (eða a.m.k. þessa einstaklings) og vera alveg laust við þá meðvirkni sem er svo áberandi heima.
Setja á Facebook
Fangelsið er reyndar með þeim skárri sem ég hef séð í Austur-Evrópu. Ekki nándar nærri því eins svakalegir pyntingaklefar eins og t.d. í Vilníus, þar sem mér hreinlega varð óglatt undir lokin, þegar ég leit niður og sá að ég stóð á glergólfi og undir því mátti sjá ummerki morðs.
Í Hohenschönhausen* var mönnum haldið í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn á "glæpum" þeirra fór fram. Leiðsögumaðurinn gerði létt grín að gamla kerfinu, benti á að austur-þýskum stjórnvöldum hefði verið mikið í mun að skapa sér trúverðugleika erlendis og þau hefðu því viljað sýna fram á að borgararnir byggju við réttarríki. Það að fangar fengju ekki að hitta lögmenn fyrr en eftir að rannsókn mála var lokið var talið smáatriði.
En þetta er ekki ástæða færslunnar, þótt skoðunarferðin hafi verið áhugaverð. Í lokin vakti leiðsögumaðurinn athygli okkar á því að á þessum tímapunkti væru gestir hans oft reiðir. Margir teldu óeðlilegt að þessu væri lýst sem liðinni tíð, því á hverjum degi væri fjöldi fólks í sambærilegum aðstæðum. Þjóðverjar teldu sig hins vegar heppna, að í þeirra tilviki væri þetta liðin tíð.
Fyrir marga væru aðstæðurnar auðvitað óþægilegar. Nokkrir leiðsögumannanna (aðallega þeir sem fara með þýskumælandi hópa í gegnum safnið) eru fyrrverandi fangar. Þeir lenda oft í því í hverfinu að rekast á fyrrverandi verði. Síðasti yfirmaður fangelsisins er t.d. enn íbúi þarna og fastagestur í næstu matvöruverslun. Það kemur víst oft fyrir að fangarnir spyrji Stasi-liðana hvort hinir síðarnefndu telji sig ekki þurfa að biðjast afsökunar. "Á hverju?" spyrja þeir þá gjarnan. "Þú vissir að það var ólöglegt að tala við útlendinga/fara yfir landamærin. Af hverju gerðirðu það? Ég braut ekkert af mér."
Þetta fannst mér athyglisvert. Nær ekkert sem Stasi-liðarnir gerðu var ólöglegt þegar þeir gerðu það. Örfáir hafa verið sakfelldir, og þá er það fyrir morð, enda skutu þeir flestir fólk sem var að reyna að fara yfir múrinn. Er þetta það sem er að gerast heima á Íslandi? Almenningur er reiður, vill afsökunarbeiðni fremur en flest annað en þeir sem leiddu þjóðina í þessar aðstæður horfa eingöngu á það að þeir hafi ekki brotið lög. Þetta lögformlega atriði er eflaust "öruggur staður að vera á", en ef ekki verður gert almennilega upp þá eigum við mörg eftir að spyrja hina svokölluðu útrásarvíkinga þessarar sömu spurningar langt fram eftir aldri. Það held ég að eigi ekki eftir að vera þjóðarsálinni hollt.
Að þessu loknu fór ég í gömlu höfuðstöðvar Stasi, þar sem Mielke réði ríkjum þar til múrinn féll. Það er svolítið eins og að fara inn í Bond-mynd frá áttunda áratugnum að koma þarna inn, myndavélar í vökvunarkönnum og hnöppum eru mest áberandi framan af. En ein lítil setning um fall múrsins og Stasi vakti athygli mína.
Þegar almenningur réðst inn í höfuðstöðvar Stasi og ætlaði sér að fletta hulunni ofan af þeim illvirkjum sem höfðu verið unnin þar. Stasi-liðar blönduðu sér í hópinn og voru fjölmennir í hópi þeirra sem leiddu innrásina í höfuðstöðvarnar. Þannig tókst þeim að beina athygli lýðræðissinna að þeim byggingum þar sem ómerkilegri gögn var að finna og tækifæri gafst til að fela/eyðileggja gögn sem voru meira virði.
Erum við í sambærilegri stöðu núna á Íslandi? Erum að bregðast við misvísandi yfirlýsingum og aðgerðum þeirra sem hafa hluti að fela? Það er a.m.k. þess virði að hafa það í huga þegar við erum að reyna að komast að því hvaða ákvarðanir leiddu til núverandi stöðu. Ég fékk í dag endanlega staðfestingu á þeirri tilfinningu minni að bankahrunið er algjörlega sambærilegt við samfélagsleg hrun af völdum styrjalda eða stjórnarfarsbreytinga í öðrum ríkjum. Ég vona að okkur beri gæfa til að læra af reynslu annarra þegar við vinnum úr þessu.
====
*Í myndinni Das Leben der Anderen eru senur sem sagt er að eigi sér stað í þessu fangelsi. Forstöðumaðurinn hafnaði hinsvegar umsókn framleiðenda um að fá að taka upp þar, því í myndinni er sagt frá Stasi-liða sem reyndi að aðstoða fangana. Engar vísbendingar eru um að neinn starfsmaður hafi reynt nokkuð slíkt og því var talið óeðlilegt að stuðla að því að gera söguna trúverðugri en hún er. Þetta þykir mér sýna töluverðan þroska þjóðarinnar (eða a.m.k. þessa einstaklings) og vera alveg laust við þá meðvirkni sem er svo áberandi heima.
10.9.09
áfall að vera ekki öruggur
Merkileg frétt í kvöldfréttum á RÚV í kvöld. Þar var rætt við mann sem nokkrum sófasettum hafði verið stolið frá. Hann var, eins og gefur að skilja, súr yfir tapinu sem fyrirtæki hans hafði upplifað. Hafði alltaf talið sig öruggan með varninginn, enda væri ekki auðvelt að flytja hann milli staða og fela. En verst þótti honum eiginlega að upplifa það að hann væri ekki öruggur á landinu.
Mér finnst athyglisverðast við þessa frétt að það sé fréttnæmt að manninum finnist hann ekki öruggur. Ég á vini sem hafa lýst því hvernig þeir upplifa að konum bregði við, færi sig yfir götu, þegar þeir ganga á eftir þeim. Þeir hafa tekið eftir því að konur upplifa sig margar ekki öruggar á götum úti. Ég hef sjálf alltaf varann á mér þegar ég geng um göturnar ein, en ég neita að láta aðra skilgreina hvar ég sé örugg eða ekki. Fréttir af ofbeldi og nauðgunum gera lítið til þess að stuðla að því að konur upplifi sig öruggar. En þetta verður aldrei að fréttaefni. Það er greinilega auðveldara að fela konur en sófasett.
Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifaði prýðilega ritgerð um öryggi kvenna sl. vor. Ritgerðina má finna hér, en styttri útgáfa birtist í 19. júní í sumar.
Setja á Facebook
Mér finnst athyglisverðast við þessa frétt að það sé fréttnæmt að manninum finnist hann ekki öruggur. Ég á vini sem hafa lýst því hvernig þeir upplifa að konum bregði við, færi sig yfir götu, þegar þeir ganga á eftir þeim. Þeir hafa tekið eftir því að konur upplifa sig margar ekki öruggar á götum úti. Ég hef sjálf alltaf varann á mér þegar ég geng um göturnar ein, en ég neita að láta aðra skilgreina hvar ég sé örugg eða ekki. Fréttir af ofbeldi og nauðgunum gera lítið til þess að stuðla að því að konur upplifi sig öruggar. En þetta verður aldrei að fréttaefni. Það er greinilega auðveldara að fela konur en sófasett.
Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifaði prýðilega ritgerð um öryggi kvenna sl. vor. Ritgerðina má finna hér, en styttri útgáfa birtist í 19. júní í sumar.
9.9.09
fegurð og sannleika ruglað saman

Nú fyrst Stiglitz er búinn að koma til landsins og halda fyrirlestur, getum við þá fengið Krugman? Snilldargrein hér, þótt hún sé fulllöng, um ýmsar ástæður þess að hagfræðingar hafi klikkað á kreppunni. Eina segir hann vera þá að þeir töldu sig geta fangað raunveruleikann í fullkomnum reiknilíkönum - enda hafi þau sýnt að við búum í hinum fullkomna heimi, sbr. myndina hér að ofan. Mæli með tímanum sem fer í þetta - og fer fram á að Krugman verði fluttur inn þegar ég verð á landinu!
7.9.09
nafnlausir rógberar
Ég sé að það hefur einhver umræða komist í gang heima um nafnleysi á netinu. Mér þótti ánægjulegt að sjá að ritstjórn Eyjunnar hefur gert átak í þessum málum, enda hafa sumar athugasemdir verið fyrir neðan allar hellur. Sjálf tók ég ákvörðun fyrir nokkru um að loka á athugasemdir, því þótt margar séu skemmtilegar og gagnlegar þá hef ég engan áhuga á að skapa vettvang fyrir fólk sem ég þekki ekki til að vera með persónuárásir og bera út óhróður um fólk úti í bæ. Mér finnst töluvert annað mál þegar fólk sem bloggar undir nafni setur fram mál sitt, jafnvel þegar það skýtur föstum skotum, enda þarf það þá að bera ábyrgð á því.
Í Svíþjóð varð Carl Bildt að fjarlægja athugasemdir á bloggi sínu sem flokkuðust undir hatursorðræðu, en skv. þessu bloggi ber höfundur bloggs í Svíþjóð ábyrgð á því að fjarlægja slíkar athugasemdir. Fyrir umdeilda bloggara getur það orðið að fullu starfi. Það kom jafnvel til greina að Bildt yrði kærður skv. lögum um ráðherraábyrgð, þar sem tengill er af bloggi hans yfir á vefsíðu sænska utanríkisráðuneytisins og færslur hans eru vistaðar sem opinber skjöl.
Ákvörðunin sem voru tekin á t.d. Moggablogginu um að birta ábyrgðarmann skv. þjóðskrá á bloggum sem tengja við fréttir er skref í rétta átt. Vefurinn er frábært tæki sem eykur á fjölbreytni þeirra sjónarmiða sem komast í almenna umræðu. En það er líka mikilvægt að sýna fólki almenna virðingu. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar orðar þetta ágætlega, þar sem hún biður fólk sem skilur eftir athugasemdir að tjá sig "eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis." Ágætur bloggari, Hrannar Baldursson, telur að hertum viðurlög við skrifum á netinu séu hættuleg. Mér finnst það ekki; ég held einfaldlega að við þurfum að læra að setja ekki hluti fram nema við séum tilbúin til að taka persónulega ábyrgð á þeim orðum.
Setja á Facebook
Í Svíþjóð varð Carl Bildt að fjarlægja athugasemdir á bloggi sínu sem flokkuðust undir hatursorðræðu, en skv. þessu bloggi ber höfundur bloggs í Svíþjóð ábyrgð á því að fjarlægja slíkar athugasemdir. Fyrir umdeilda bloggara getur það orðið að fullu starfi. Það kom jafnvel til greina að Bildt yrði kærður skv. lögum um ráðherraábyrgð, þar sem tengill er af bloggi hans yfir á vefsíðu sænska utanríkisráðuneytisins og færslur hans eru vistaðar sem opinber skjöl.
Ákvörðunin sem voru tekin á t.d. Moggablogginu um að birta ábyrgðarmann skv. þjóðskrá á bloggum sem tengja við fréttir er skref í rétta átt. Vefurinn er frábært tæki sem eykur á fjölbreytni þeirra sjónarmiða sem komast í almenna umræðu. En það er líka mikilvægt að sýna fólki almenna virðingu. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar orðar þetta ágætlega, þar sem hún biður fólk sem skilur eftir athugasemdir að tjá sig "eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis." Ágætur bloggari, Hrannar Baldursson, telur að hertum viðurlög við skrifum á netinu séu hættuleg. Mér finnst það ekki; ég held einfaldlega að við þurfum að læra að setja ekki hluti fram nema við séum tilbúin til að taka persónulega ábyrgð á þeim orðum.
6.9.09
Egill, Sjálfstæðiskonur og jafnrétti
Fyrsta Silfur Egils í haust fór í loftið áðan. Ég hafði annað augað á þættinum meðan ég kláraði að pakka og missti af endanum þar sem ég þurfti að hlaupa út. Það sem ég sá voru fimm karlar (fyrir utan Egil) og ein kona. Nýja Ísland er greinilega ekki mikið fyrir kynjajafnrétti. Í 3. gr. laga um RÚV er tekið fram að þjónusta RÚV sé í almannaþágu og að dagskrárgerð skuli endurspegla fjölbreytni íslensks þjóðlífs. Sjónarmið kvenna eru greinilega ekki sjónarmið almennings í þessum þætti og lítil þörf á að endurspegla þau í þessum þætti. Enga jafnréttisstefnu RÚV er að finna á vef stofnunarinnar í fljótu bragði, en fundargerð frá 2005 vísar þó til þess að áætlun sé til staðar. RÚV fær skömm í hattinn frá mér.
Landssamband sjálfstæðiskvenna, hins vegar, fær hrós dagsins. Á fundi um helgina var samþykkt ályktun um að Sjálfstæðisflokkurinn setji sér jafnréttisstefnu, og þótt fyrr hefði verið. Flott að sérstaklega sé tiltekið að efstu sæti skuli jafnt skipuð konum og körlum, enda breytast hlutföll kjörinna fulltrúa ekki fyrr en það verður. Þar sem ég var beðin um að vera með erindi á fundinum en komst ekki þykir mér sérstaklega skemmtilegt að sjá ályktun frá fundinum á þessum nótum.
Setja á Facebook
Landssamband sjálfstæðiskvenna, hins vegar, fær hrós dagsins. Á fundi um helgina var samþykkt ályktun um að Sjálfstæðisflokkurinn setji sér jafnréttisstefnu, og þótt fyrr hefði verið. Flott að sérstaklega sé tiltekið að efstu sæti skuli jafnt skipuð konum og körlum, enda breytast hlutföll kjörinna fulltrúa ekki fyrr en það verður. Þar sem ég var beðin um að vera með erindi á fundinum en komst ekki þykir mér sérstaklega skemmtilegt að sjá ályktun frá fundinum á þessum nótum.
5.9.09
spilling eða hagsmunir
Ég rak augun í tvær óskyldar fréttir á mbl í dag. Önnur er þessi, að Bretar hafi látið viðskiptahagsmuni hafa áhrif á þá ákvörðun sína að sleppa Líbýumanni, sem sat í fangelsi vegna Lockerbie málsins, úr haldi. Ljótt, segja margir, að svona lagað viðgangist, en í alþjóðasamskiptum er gjarnan vísað til þess að ríki eigi ekki vini heldur einungis hagsmuni. Það er því talið eðlilegt að þau setji hagsmuni - einkum efnahagslega og hernaðarlega - ofar siðferðilegum atriðum. Þetta er auðvitað raunsæ (e. realist) nálgun á alþjóðasamskipti og alls ekki sú mynd sem flestir einstaklingar myndu vilja sýna af sjálfum sér. En það er einmitt munurinn, að þetta eru ríki, en ekki einstaklingar. Stór ríki sérstaklega hafa, í krafti valds síns, efni á því að hegða sér "ósiðlega", því fáir geta refsað þeim fyrir það.
Hin fréttin er um litlu kínversku stúlkuna, sem vill verða spilltur embættismaður þegar hún verður stór. Þeir eigi nefnilega svo marga fína hluti. Þeirri stuttu ku vera hrósað í hástert fyrir raunsæja sýn sína á heiminn. Samt er talað um spillingu þarna, þrátt fyrir að hún sé að forgangsraða sínum eigin hagsmunum - hér efnahagslegum - fram yfir siðferðið. Enda viljum við eflaust flest að fólk hagi sér í samræmi við siðareglur en sé ekki bara í hagsmunapoti alla daga. Stúlkan myndi eiga erfitt uppdráttar í vinahóp ef hún hegðaði sér í persónulegum samskiptum eins og Bretland gerir í milliríkjasamskiptum.
En hneykslanin sem skín í gegnum viðbrögð margra við fréttinni um hegðun Breta í þessu máli er óneitanlega skondin. Margir töldu einmitt að við ættum að forgangsraða hagsmunum okkar ofar siðferðislegum skyldum í alþjóðadeilum tengdum bankahruninu. Það er kannski ekki sama hver á í hlut?
Setja á Facebook
Hin fréttin er um litlu kínversku stúlkuna, sem vill verða spilltur embættismaður þegar hún verður stór. Þeir eigi nefnilega svo marga fína hluti. Þeirri stuttu ku vera hrósað í hástert fyrir raunsæja sýn sína á heiminn. Samt er talað um spillingu þarna, þrátt fyrir að hún sé að forgangsraða sínum eigin hagsmunum - hér efnahagslegum - fram yfir siðferðið. Enda viljum við eflaust flest að fólk hagi sér í samræmi við siðareglur en sé ekki bara í hagsmunapoti alla daga. Stúlkan myndi eiga erfitt uppdráttar í vinahóp ef hún hegðaði sér í persónulegum samskiptum eins og Bretland gerir í milliríkjasamskiptum.
En hneykslanin sem skín í gegnum viðbrögð margra við fréttinni um hegðun Breta í þessu máli er óneitanlega skondin. Margir töldu einmitt að við ættum að forgangsraða hagsmunum okkar ofar siðferðislegum skyldum í alþjóðadeilum tengdum bankahruninu. Það er kannski ekki sama hver á í hlut?
Níu mest ógnvekjandi orðin
Ronald Reagan sagði e-n tímann, eins og ég hef minnst á áður, að níu mest ógnvekjandi orðin í enskri tungu væru "I'm from the government and I'm here to help", eða "ég er frá ríkisstjórninni og ég ætla að hjálpa til". Nú hafa gárungar í Bandaríkjunum uppfært þennan frasa, og segja að þessi níu orð séu enn meira ógnvekjandi: "I'm Joe Biden and I'm your acting President today", eða "ég er Joe Biden og er starfandi forseti í dag".
Setja á Facebook
Subscribe to:
Comments (Atom)

