Ingibjörg Ingvadóttir tekur sæti Magnúsar Árna Skúlasonar í bankaráði Seðlabanka Íslands, en hann sagði af sér um helgina. Með því eru konur í meirihluta bankaráðs í fyrsta skipti, fjórar á móti þremur körlum (og innan 40/60 reglunnar sem miðað er við í jafnréttislögum). Þetta held ég að sé í fyrsta skipti sem það gerist og er að sjálfsögðu ánægð með að sjá hana frænku mína þarna inni.
Svo verð ég að deila hérna með ykkur smá 2007 augnabliki. Hafði ekki heyrt þetta lag fyrr en í gær. Spurning hvort þetta sé mikið sungið í dag? Kannski af þeim sem eru að kaupa auðlindir landsins.