28.9.09

kona og hommi

Þótt ég sé ekkert sérstaklega spennt fyrir hægripólitík á borð við þá sem allt stefnir í að taki við í Þýskalandi eftir kosningarnar í gær, þá verð ég að viðurkenna að það kitlar mig að kanslarinn sé kona og að með henni haldi um stjórnartaumana samkynhneigður karlmaður. Ástralska dagblaðið The Australian bendir á að fyrst hann þoldi Octoberfest, þá hljóti hann að ráða við Hamas og Gaddafi. Líklegast er að hann verði utanríkisráðherra. Hvernig ætli fari þegar hommi heimsækir ríki þar sem samkynhneigð er ólögleg (eða bara ekki til eins og í Íran)?

Og svei mér þá, ef kærastinn hans mætti ekki fara á e-n lista yfir sætustu maka stjórnmálamanna (svona til að hlutgera hann eins og gjarnan er gert við konur).
Setja á Facebook