24.9.09

stöðvið heiminn

Kanadískur vinur minn hefur komið hingað til landsins reglulega síðustu þrjú árin. Hann hefur oft verið hissa á ástandi mála en um síðustu helgi tók steininn úr. Við vorum í mat hjá amerískri vinkonu, sem upplýsti mig með furðan um að sagan segði að Davíð Oddsson yrði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. Ég hló, og sagði að ekki yrði ég hissa, en sá kanadíski spurði í forundran hvort Oddssyni yrði í alvörunni treyst fyrir einhverju mikilvægara en pulsusjoppu.

Hann fór heim á þriðjudag. Ég sendi honum sms í kvöld vegna annars og bætti við, orðrómur staðfestur, Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins. Svarið var skýrt og skorinort.

Stöðvið heiminn. Ég ætla út hér.
Setja á Facebook