9.9.09

fegurð og sannleika ruglað saman


Nú fyrst Stiglitz er búinn að koma til landsins og halda fyrirlestur, getum við þá fengið Krugman? Snilldargrein hér, þótt hún sé fulllöng, um ýmsar ástæður þess að hagfræðingar hafi klikkað á kreppunni. Eina segir hann vera þá að þeir töldu sig geta fangað raunveruleikann í fullkomnum reiknilíkönum - enda hafi þau sýnt að við búum í hinum fullkomna heimi, sbr. myndina hér að ofan. Mæli með tímanum sem fer í þetta - og fer fram á að Krugman verði fluttur inn þegar ég verð á landinu!
Setja á Facebook