Á meðan íslenska ríkisstjórnin bagsast við að "ná stjórn" á eigin þingmönnum og koma íslensku þjóðinni heillri á húfi í gegnum afleiðingar ömurlegustu mannanna verka sem flest okkar muna eftir, þá er kínverska ríkisstjórnin heldur betur með forgangsröðunina á hreinu.
Á morgun verður 60 ára afmæli Alþýðulýðveldisins nefnilega fagna. Þá er mikilvægt að hafa stjórn á hlutunum, m.a.s. veðrinu. Veðurfræðingar þurfa ekki bara að segja til um veðrið, heldur hafa þeir gert ýmsar ráðstafanir til að halda því mannvænlegu, enda er reiknað með að um 190.000 manns komi saman í samstilltum og vel skipulögðum hátíðahöldum.
Þetta er víst í fyrsta skipti í sögu Kína sem svo mikil inngrip í veðurfar eru reynd. Ætli þetta sé það sem koma skal? Verst að við erum á hvínandi kúpunni, gætum kannski losnað við þetta leiðindaveður sem er að hrella okkur. Þótt ég vildi frekar losna við Icesave.