25.11.10

16 daga átak og ljósaganga

Í dag, 25. nóvember hefst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.
Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis en talið er að þriðjungur kvenna sæti kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er ástæðan fyrir því að ég tel nauðsynlegt að binda athafnaskyldu stjórnvalda til þess að stuðla að jafnstöðu kynjanna í stjórnarskrá.

Upphafsdagur átaksins tengist morðunum á Mirabal-systrunum í Dóminíkanska lýðveldinu, en þær voru myrtar af af Trujillo-stjórninni á þessum degi árið 1960. Dulnefni systranna var Las Mariposas, eða Fiðrildin.

 16 daga átakið hefst með morgunverðarfundi UNIFEM núna klukkan átta og svo er ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi kl. 19 í kvöld og hefst við Þjóðmenningarhúsið. Dagskrána má lesa hér. Þema átaksins í ár er "berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum."

Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment