22.3.10

sjúkratryggingar í BNA

Þetta er skrifað um miðnætti, aðfaranótt 22. mars. Það lítur allt út fyrir að í nótt samþykki Bandaríkjaþing sjúkratryggingafrumvarp, sem bætir verulega aðstæður almennings. Þetta frumvarp bætir aðgang fjölmargra að sjúkratryggingum, en er fjarri því að vera draumaniðurstaða þeirra sem hafa barist fyrir almannatryggingakerfi. Hér er einfaldur listi yfir tíu atriði sem breytast gangi frumvarpið í gegn í kvöld.

Reiknað er með atkvæðagreiðslu um tíuleytið á austurstrandartíma (tvö í nótt hérna heima). Reiknað er með yfirlýsingu frá Obama, sem frestaði ferð til Indónesíu í síðustu viku til að ganga frá málinu. Hann er sagður hafa hringt um 90 símtöl í vikunni til að klára málið.

Eitt af því sem Obama gerði til að tryggja að frumvarpið færi í gegn var að lofa að gefa út tilskipun (executive order) sem ítrekaði bann við notun alríkisfjár til niðurgreiðslu á fóstureyðingum. Þetta fékk Stupak (sjá Stupak Amendment) og fleiri til að lofa því að styðja frumvarpið. Sem betur fer virðist Obama ekki ætla að gefa út yfirlýsingu sem myndi einnig banna einkafyrirtækjum að greiða kostnað við fóstureyðingar, sbr. yfirlýsingu Planned Parenthood.

Margir vinir mínir í Bandaríkjunum bíða eftir atkvæðagreiðslunni með öndina í hálsinum. Einn gekk svo langt að birta númer Lorettu Sanchez, demókrata í fulltrúadeildinni, á Facebook í dag, með hvatningu til vina sinna að hringja í hana og hvetja til að styðja frumvarpið. Flestir eru ósáttir við frumvarpið eins og það lítur út, en telja að í því felist verulegar framfarir og að það bjóði upp á möguleika fyrir frekari breytingar. Repúblikanarnir, hins vegar, virðast sannfærðir um að vinni þeir ekki í dag, þá verði sigurinn þeirra í kosningunum í nóvember.

====
Ég var viðstödd atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni nú í vikunni. Það var ansi mögnuð upplifun. Það var verið að setja á fót rannsóknanefnd til að rannsaka brot dómara og mögulega brottvikningu úr embætti. Hefði svo miklu frekar viljað upplifa þetta samt!
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment