22.3.10

219-212, svona líta breytingar út

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti heilbrigðistryggingafrumvarpið í nótt, með 219 atkvæðum gegn 212. Enginn repúblikani studdi frumvarpið, 34 demókratar greiddu atkvæði gegn því, en 216 atkvæði þurfti til að koma því í gegn.

Það var greinilega hiti í fólki í nótt. Hér má sjá uppþot í salnum þegar Bart Stupak var kallaður barnamorðingi:


Obama er eðlilega kátur með niðurstöðuna, hér er ávarp hans að atkvæðagreiðslunni lokinni. Hann segir að svona líti breytingar út.


Og svona til að rifja upp hversu lengi þetta hefur verið í gangi, Teddy Kennedy um mikilvægi almannatrygginga, árið 1978. Þetta var eitt helsta baráttumál hans og margir vilja meina að ef hans hefði notið við, þá væru lögin meira afgerandi í dag. Einkum er talið ólíklegra að þingið hefði heykst á því að leyfa ríkinu að bjóða upp á tryggingar (public option).

Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment