12.2.10

stóru málin

Ástandið í Kongó er með því hræðilegra sem ég hef heyrt um. Borgarastríðið þar hefur valdið dauða 30 sinnum fleiri en létust í skjálftanum á Haítí í síðasta mánuði. Frekar lítið heyrist þó um þetta, en Nicholas Kristof hjá New York Times hefur verið duglegur að vekja athygli á þessu. Mæli með þessu myndbandi, en þarna tala konur í Kongó um áhrif stríðsins á þær. Sérstaklega er fjallað um Chance, níu ára stelpu sem hefur horft á meirihluta ættingja sinna myrtan og verið nauðgað, í þessari grein.

Mér finnst athyglisvert að femínistar á Íslandi eru gjarnan spurðir að því af hverju þeir einbeiti sér ekki að því að rétta hlut kvenna í fjarlægum löndum, þar sem konum sé nauðgað og þær sæti afskurði. Kristof (sem er reyndar Bandaríkjamaður, ekki íslenskur femínisti) fær að heyra hi
Publish Post
na hliðina. Af hverju er hann að beita sér fyrir bættri stöðu kvenna í Kongó (og reyndar víðar, hann hefur skrifað bókina Women Hold up Half the Sky með konu sinni), þegar það er svo margt sem þarf að laga í Bandaríkjunum.

Ég fæ alltaf á tilfinninguna þegar umræða hefst á þessum forsendum, að svo skuli böl bæta að benda á annað verra. Konur hafa minni áhrif en karlar í öllum ríkjum heims og það endurspeglast á ólíkan hátt á ólíkum stöðum. Sums staðar "bara" í efnahagslegu og pólitísku misrétti. Annars staðar í nauðgunum og kynbundnu ofbeldi. Það þarf að breyta báðu.
Setja á Facebook

1 comments:

Steinunn G.G, said...

Fékk einmitt senda í gær tilkynningu um þessa bók, Half the Sky. Líst ansi vel á hana í fljótu bragði. Spurning um að kaupa sér hana.

Annars kannast ég aðeins of vel við það sem þú ert að lýsa...

Post a Comment