28.12.09

forn frægð

Ég missti algjörlega af því að í kvöld var sýnd í sunnudagsbíói á RÚV stórmyndin Börn náttúrunnar. Fékk skemmtilegar ábendingar um það á Facebook, þar sem nokkrir glöggskyggnir vinir þóttust hafa þekkt mig. Og rétt er það, ég átti stórleik í hlutverki bankagjaldkerans, sem tæmir og lokar bankabók gamla fólksins, en innistæðan stendur undir för þeirra norður í land.

Mér finnst óskiljanlegt að Hollywood tilboðin hafi ekki hrúgast inn að þessu loknu. En það er kannski ekki að undra, þar sem leikstjórinn náði ekki nafninu mínu réttu, heldur sendi mér boðsmiða á frumsýninguna undir nafninu "Silja Bára Aðalsteinsdóttir", og hvorki það nafn né mitt eigið birtust í rúllutextanum að myndinni lokinni. En sumsé... þarna hófst minn skammvinni leikferill og lauk um leið.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment