29.12.09

allsherjarhrun

Því er gjarnan haldið á lofti í umræðum um Icesave fíaskóið allt saman að innstæðutryggingakerfi hafi ekki verið ætlað að virka ef til allsherjarhruns kæmi og vísað í skýrslu frá franska seðlabankanum því til stuðnings. Það er rétt, að í þeirri skýrslu segir að innstæðutryggingasjóðum sé ekki ætlað að tryggja innstæður ef til hruns kæmi.

Mér finnst hins vegar merkilegt að seinni hluti sömu setningar í ofangreindri skýrslu kemur aldrei til tals. Eftir kommuna stendur nefnilega að þá eigi aðrir hlutar öryggisnetsins að taka við, þ.e. eftirlitsaðilar, seðlabankar eða ríkisstjórnir.


Setningin, sem rennur milli blaðsíðna 179 og 180 er svohljóðandi: "It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net", e.g. supervisors, central bank, government." Eru ekki íslensk yfirvöld að bregðast við hruninu, þótt þau velji að gera það með lántöku innstæðutryggingasjóðs?
Setja á Facebook

1 comments:

Anonymous said...

heh, nei greinilega ekki allir sem athuga að klára að lesa setningar...

Post a Comment