19.11.09

kona í fjögra manna teyminu hjá ESB

Ég þarf kannski að fara að endurskoða mína neikvæðu sýn á lífið. Ég hafði talið nokkuð öruggt að það yrðu eingöngu karlar í fjórum valdamestu embættum ESB eftir innleiðingu Lissabon sáttmálans. Leiðtogum ESB hefur sumsé tekist að koma mér ánægjulega á óvart með því að samþykkja Catherine Ashton í embætti utanríkismálastjóra. Ég hef einfaldlega ekki mikið meira um þetta að segja, en vísa í eldri færslu um kvennabyltingu Barrosos.

Meira um Catherine Ashton hér. Ég á eftir að skoða val hennar aðeins í samanburði við Palin og aðrar valkyrjur í repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment