9.11.09

byrjunin á endinum

Flott grein hér á New York Times um hrun Berlínarmúrsins, sem var sýnilegasta merki þess að kalda stríðinu væri að ljúka. Í alþjóðasamskiptum er gjarnan talað um tímann frá 9. nóvember 1989 til 11. september 2001 sem ákveðið tímabil, þar sem Bandaríkin voru í raun eina stórveldið í heiminum. Þótt þau séu enn eitt áhrifamesta ríkið, þá skók árásin á tvíburaturnana þau til grunna og breytti heimsmyndinni aftur.

Heimurinn endar ekki með hvelli, heldur með voli stendur í ljóði eftir T.S. Eliot. Svipað má segja um hrun múrsins. Það varð ekki fyrir einhverja stórkostlega hetjudáð. Schmemann, sem skrifar greinina hér að ofan, nefnir slæma þýðingu, ruglaðan landamæravörð og löngun fólks eftir betra lífi. Eins og Gandhi sagði, þá hafa harðstjórar og morðingjar oft ráðið ríkjum til skamms tíma og jafnvel virst ósigrandi. En að lokum, þá falla þeir og sannleikurinn og kærleikurinn ná yfirhöfindinni. Það er ágætt að muna það stundum.

Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment