9.10.09

vonarverðlaun Nóbels

Ef ég vissi ekki hvaðan fréttin kom um að Obama eigi að fá friðarverðlaun Nóbels í ár, þá héldi ég að um grín væri að ræða. Friðarverðlaunin fara svo sem ekki alltaf til þeirra sem eiga þau mest skilið, en það hefur hingað til verið góð röksemdafærsla fyrir þeim.

Obama fær verðlaunin fyrir að ná athygli fólks og kveikja vonir um betri framtíð. Hann er sagður hafa reynt að skapa marghliða samskiptum ríkja traustan sess. Ekki orð um það að undir hans stjórn standa Bandaríkin enn í stríðsrekstri. Það hefði kannski mátt gefa honum tækifæri á því að gera þessi fyrirheit að raunveruleika. Eða er verið að bæta honum það upp að hafa ekki fengið Ólympíuleikana til Chicago?

Ég hefði kosið að sjá Nóbelsverðlaunanefndina ögra t.d. Kínastjórn, með því að verðlauna kínverska mótmælendur, sem eru nú sniðgengnir a.m.k. annað árið í röð.

Fussumsvei, ég er pirruð.
Setja á Facebook