5.10.09
olía og skattar
Stjórnarandstöðuflokkarnir (D og B) leggja nú mikla áherslu á það að breyta þurfi skattaumhverfinu á Íslandi svo erlend fyrirtæki vilji frekar leita eftir olíu hér á landi. Mér fannst þessi frétt, sem birtist í NY Times 24. september sl., skapa áhugavert samhengi við það, þegar seinni aðilinn sem hafði áhuga á að leita að olíu á Drekasvæðinu hætti við. Þetta bendir til þess að það sé vitað um nóg af olíu í dag. 200 olíufundir eru skráðir á árinu, margir í ríkjum þar sem olíuvinnsla er þegar til staðar og ekki þarf að setja upp alla aðstöðu frá grunni. En það er auðvitað auðveldara að kenna ríkisstjórninni um - það þótt þessir flokkar hafi sennilega skapað skattaumhverfið sem þeir nú vilja breyta.
Setja á Facebook