2.10.09

igNóbelinn - framburður skiptir máli

Ég heyrði fréttina af grín-Nóbelsverðlaunum íslenskra bankamanna í útvarpi. Þar var sagt frá því að svokallaður I. G. Nóbel hefði fallið þeim í skaut. Mér fannst heitið á verðlaununum ekkert fyndið, braut heilann í eitt augnablik yfir því hvað þetta þýddi og fór svo að hugsa um annað. Sá svo frétt þar sem sem kemur fram að verðlaunin heit Ig Nobel, sem er auðvitað orðaleikur á enska orðið "ignoble" og þýðir auvirðilegur eða lítilmótlegur. Þrælfyndið sumsé. Stundum þarf að bera fram ensk orð á ensku, sama hvað málstefnan segir.

Við getum kannski huggað okkur við það að Nóbelsverðlaunin í hagfræði eru ekki alvöru Nóbelsverðlaun, heldur minningaverðlaun sænska seðlabankans, enda er hagfræði ekki nefnd í erfðaskrá Nóbels.
Setja á Facebook