24.10.09

nýtt útlit - aðstoð vantar

Ég hef verið með grænan bakgrunn á blogginu mínu frá því ég byrjaði að blogga árið 2006. Fannst kominn tími til að skipta aðeins og hvað er hlýlegra á fyrsta vetrardegi en blekpenni, bók og kaffibolli? Þegar ég fór úr Moto lookinu í vetur/vor hættu dagsetningar að birtast. Mér fannst það svolítið pirrandi en það var ekki eins áberandi og í þessu útliti. Getur einhver tölvunjörðurinn bent mér á hvernig er hægt að láta dagsetningarnar birtast? Þær sjást "á bak við". Allar ábendingar vel þegnar í athugasemdakerfi.

Og fyrst ég er byrjuð að spyrja - þá vantar mig góða og einfalda leið til að setja Facebook tengla á hverja færslu. Var með AddThis áður, en í þessu sniðmáti er ekki (div class='post-footer'), sem þessar leiðbeiningar benda á.
Setja á Facebook

8 comments:

TAP said...

Varðandi dagsetninguna:
Mér sýnist (við það að skoða source) að breytan 'timestamp' verði að innihalda dagsetninguna sem er nokkuð skýtið. Prófaðu að fara inn í Blogger, velja settings flipann og síðan formatting undir því. Breyttu svo timestamp format í eitthvað sem lítur út svona "Laugardagur, október 24, 2009" og sjáðu hvort það verði ekki þá í lagi.

Silja Bára Ómarsdóttir said...

jú, hafði prófað það en það skilar engum árangri. Hef hins vegar fundið út úr FB vandamálinu...

Unknown said...

Sæl

Prófaðu að fara í kóðann á sniðmátinu (extended view) og breyttu

data:post.timestamp

í

data:post.dateHeader


mkv. Birgir

Unknown said...

Sæl.
Þegar ég sá fyrirsögnina datt mér strax í hug að þú yrðir næsti gestur Kalla Berndsen í ótrúlega óáhugaverðum sjónvarspsþætti, sem ber sama nafn og fyrirsögnin. Það hlaklaði strax í mér og hefði ég horft á þann þátt, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að slíkt mundi ég aldrei horfa á.
Annars til hamingju með nýtt útlit og gott að það er opið fyrir athugasemdir.
Kv, Elís

Silja Bára Ómarsdóttir said...

jú, takk fyrir það Elís. Þótt ég díli við mína útlitsgalla og efasemdir eins og flestar konur, þá held ég að ég myndi aldrei fara með þá í sjónvarp.

Birgir: reyndi þetta og það virkaði því miður ekki. Takk samt.

Unknown said...

Þú þarft að breyta einu til viðbótar: Farðu í

Settings - Formatting

og breyttu

"Date Header Format"

í formatið:

"Monday, October 26, 2009"

(sennilega valmöguleiki númer 3 í flettivalinu)

mkv. Birgir

Unknown said...

... já og javascript kóðinn í þessu sniðmáti virkar aðeins fyrir "Date Header Format" sem er með enska uppröðun, þannig að prófaðu líka að breyta language í

"English (United States)"

undir Settings - Formatting.

mkv. Birgir

Silja Bára Ómarsdóttir said...

jess... Birgir, þú ert snillingur. Bestu þakkir:)

Post a Comment