26.10.09

AMX - síðastir með fréttirnar?

Mikið ægilega er gott að opna ekki netið í heilan dag.

Ég kíkti á Eyjuna í kvöld og sá þessa fyrirsögn: AMX: Egill ræðst gegn eigin þjóð. Pistillinn er eftir Friðbjörn Orra Ketilsson, stjórnarmann í útgáfufélagi AMX, og þar segir að Egill sé að ráðast gegn landi og þjóð með því að gera athugasemd við "góða" einkunn Íslands á spillingarskalanum, enda sé góð einkunn "forsenda þess að erlendir aðilar sýni landinu áhuga."

Ég er ekki sannfærð um að áhugi erlendra fjárfesta sé endilega jákvæður, þótt hann geti oft verið það, en það er ekkert aðalatriði hér. Það merkilega við þetta er að það eru réttar fjórar vikur frá því að Egill sjálfur birti bréfið á bloggi sínu, sbr. hér. Nú velti ég því fyrir mér hvort a) einhver sérstök ástæða sé fyrir því að athugasemd AMX birtist svona seint, eða b) AMX sé svona lengi að lesa helstu blogg/fréttir landsins?

Hitt, hvort rétt sé hjá Agli að TI hafi yfirsést eitthvað í mati sínu á gegnsæi fjölmiðla (og íslensks samfélags), læt ég lesendum um að dæma.

Bookmark and Share
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment