12.10.09

karlavígin

Karlavígin falla eitt og eitt. Í 40 ára sögu minningarverðlauna sænska seðlabankans um Alfred Nobel (gjarnan kölluð Nóbelsverðlaun í hagfræði) hefur engin kona fengið verðlaunin. Það breytist í ár, því tilkynnt hefur verið að Elinor Ostrom sé annar verðlaunaþeganna í ár. Mér finnst þetta auðvitað sérstaklega skemmtilegt þar sem Ostrom er prófessor í stjórnmálafræði. Ég las töluvert af verkum hennar í framhaldsnámi og margt af því sem hún fjallar um, eins og hvernig á að stjórna auðlindum í sameign, er mjög mikilvægt í núverandi ástandi.

Örfáar konur hafa fengið Nóbelsverðlaun yfir höfuð. Því er skemmtilegt að sjá að konur fengu verðlaun í ár í efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og hagfræði. Og það hefði eflaust mátt finna konu sem var betur að friðarverðlaununum komin en karlinn sem fékk þau.
Setja á Facebook