13.10.09

fundið

Ég auglýsti um helgina eftir betra orði en "fegrunaraðgerðir" og "lýtaaðgerðir" til að lýsa aðgerðum sem fólk fer í til að útlit þeirra falli betur að kröfum heimsins. Þær stöllur Bryndís Jóhannsdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir fundu í Facebook umræðu orð sem mér finnst fullkomið, en það er "stöðlunaraðgerðir". Legg til að þetta orð verði notað í framtíðinni um svokallaðar fegrunaraðgerðir.
Setja á Facebook