26.10.09

hvað er spilling?

Í framhaldi af síðustu færslu, þá má ég til með að setja hér inn þrjár skilgreiningar á spillingu. Í fyrsta lagi er það sem er kallað minniháttar (petty) spilling. Í öðru lagi er hefðbundin (routine) spilling, og í þriðja lagi meiriháttar (high level) spilling. Minniháttar spilling er frekar smávægileg og þrífst sennilega alls staðar.

Í hefðbundinni spillingu felst m.a. að þiggja gjafir, að frænddrægni viðgangist við stöðuveitingar, að fólk hagnist af aukastörfum, og að velgjörðarmenn stjórni atkvæðum/athöfum þeirra sem þeir styrkja.

Í meiriháttar spillingu skapast þörf fyrir velgjörðarmenn. Þar vænta embættismenn gjafa og skipulögð glæpastarfsemi er umborin fyrir endurgjald. Þar flytja stjórnmálamenn sig milli flokka fyrir eigin hag og bæði embættismenn og borgarar líta meðvitað framhjá spillingu.

Ég hef lengi talið - og held að flestir sem fylgjast með samfélagsmálum geti verið sammála mér - að ákveðnir þættir hefðbundinnar spillingar hafi viðgengist hér á landi. Mér finnst frekar spurning hverjum sé greiði gerður með því að halda því fram að svo sé ekki. Meðan við lítum framhjá vandanum gerum við ekkert í því að leysa hann.

Bookmark and Share

Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment