1.10.09

þagnarskylda

Ég heyrði viðtal í morgun við Helga Felixson, þann sem mun frumsýna heimildamyndina Guð blessi Ísland eftir helgi. Mér fannst athyglisvert að Davíð Oddsson neitaði að tala við hann og bar fyrir sig þagnarskyldu. Skrýtið ef satt er. Hvar var sú þagnarskylda þegar Davíð mætti í hvert fjölmiðlaviðtalið á fætur öðru sl. ár? Þar af eitt sem talið er að hafi leitt til beitingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi og íslenskum fyrirtækjum.
Setja á Facebook