14.8.09

ættartölur

Við systkinin höfum lengi haldið utan um ættartal fyrir föðurfjölskylduna okkar, söfnum upplýsingum saman fyrir ættarmót og svoleiðis. Byggðum þetta á bók sem ömmusystir okkar í móðurætt hélt um þá ætt og uppfærum enn í dag. Við sláum alltaf í gegn hjá fjarskyldari ættfræðingum á ættarmótum, því við mætum með allar upplýsingar. Hingað til hefur þetta bara verið í word skjölum þar sem þarf að uppfæra handvirkt alla liði. Nú er hann búinn að hanna vef sem allir geta notað, og nýtist kannski sérstaklega fólki eins og honum sem er svo ómannglöggur að hann þekkir varla andlitin á frændsystkinum sínum aftur.

Umfjöllun um vefinn er í Fréttablaðinu í dag, sjá hér. Allir geta skráð sig og búið til sitt eigið ættartal á www.ættartal.is.
Setja á Facebook