20.8.09

hálfur himinninn

Kínverskur málsháttur segir að konur haldi uppi hálfum himninum. Þrátt fyrir það er þeim mismunað á flestum stöðum og hefur verið mismunað í gegnum aldirnar. Í dag eru flestar alþjóðastofnanir farnar að átta sig á því að til þess að ná árangri í baráttunni gegn fátækt og öfgastefnum ýmiss konar þarf að virkja kraft kvenna. Sögur Nicholas Kristofs í NY Times eru margar áhugaverðar, og hér er ítarleg grein sem dregur saman helstu niðurstöður hans, en hann og konan hans hafa nýlega gefið út bók um þetta efni. Það vantar ýmislegt upp á jafnrétti hér heima, en staðan er verri á flestum öðrum stöðum. Það er ágætt að minnast þess stundum að það er ekki alvont ástandið hér heima!
Setja á Facebook