6.8.09

hamingjan

Hamingjan ku vera best af öllu sköpunarverkinu. Síðustu daga hef ég verið að spjalla við fólk sem hefur látið fréttirnar eiga sig í sumarfríinu og því líður öllu mun betur andlega en þeim sem hafa verið að fylgjast með fréttum. Ein (sem hefur ekki verið í fréttabindindi) sagði mér svo frá þessari stúdíu, þar sem blogg eru skoðuð til að meta hamingjustig í heiminum. Fréttin sem fjallaði um rannsóknina bendir á að dagurinn sem Obama var kjörinn forseti hafi verið sá hamingjuríkasti í fjögur ár og dánardagur Michaels Jacksons einn hinn ólánlegasti.

Gæti DataMarket ekki búið til svona vél yfir íslensk blogg? Mér þætti að minnsta kosti áhugavert að fylgjast með líðan þjóðarinnar í gegnum kreppuna.
Setja á Facebook