2.8.09

The Bundadarbanki Islands

Við vinkonurnar sátum á Sushi Train áðan og rifjuðum upp þegar krónan var einhvers virði. Þá ferðuðumst við mikið og skemmtum okkur víða um heim. Fyrir rúmum tíu árum vorum við að leigja bíl á Hawaii til að taka rúnt um helstu ananasræktir heims. Ég vippaði fram kreditkorti til að borga. Maðurinn á bak við borðið tók kortið (og ákvað að láta okkur fá jeppa í staðinn fyrir smábílinn sem við áttum pantaðan), straujaði og leit á kortið. Spurði svo í forundran: "Where exactly are the Bundadarbanki Islands*?". Ætli Ísland sé kallað Kaupthing Islands í dag?

*Það er rétt að halda því til haga að ég hætti viðskiptum við Búnaðarbanka Íslands, rétt eins og Davíð Oddsson, daginn sem Búnaðarbankinn varð að Kaupþingi. Ég get því ekki hætt viðskiptum við bankann í dag.
Setja á Facebook