30.7.09

ríkisvæðing tapsins

Ég var að fá álagningarseðilinn minn (þ.e. á netinu, því ég vildi spara prent- og póstkostnað) frá hinu opinbera. Fátt markvert þar. Ég borga helling í vexti enda með íbúðar- og námslán eins og best gerist. Það sem ég hins vegar velti fyrir mér, er af voru ekki íbúðalán bankanna flutt yfir í Íbúðalánasjóð við hrun? Ég er að fá vaxtabætur frá ríkinu fyrir vexti sem ég greiddi til einkafyrirtækis* allt árið í fyrra. Er þetta framhald af því að gróðinn af einkavæðingu bankanna var einkavæddur, en tapið ríkisvætt?

*Ég hefði aldrei sjálf tekið íbúðalán hjá banka, mér finnst (ólíkt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) að sú þjónusta eigi heima hjá hinu opinbera. Hins vegar gat ég tekið yfir bankalán þegar ég keypt á 1,5 prósentustigum lægri vöxtum en buðust þegar ég keypti. Það var nógu miklu hagstæðara, svo ég sló til.
Setja á Facebook