21.7.09

úr hörðustu átt

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður og bæjarfulltrúi á Akureyri, gagnrýnir Björn Val Gíslason, þingmann og skipstjóra, fyrir að fara á sjó meðan Icesave málið er óafgreitt. Ég get alveg tekið undir það með Kristjáni Þór að þingmenn ættu aðeins að gegna þingmannsstarfinu meðan þeir sitja á þingi. Mér finnst m.a.s. að þeir ættu ekki að vera ráðherrar um leið. Mér finnst þó ólíku saman að jafna að taka sér ólaunað leyfi frá störfum og kalla til varamann en að sinna tveimur eða fleiri störfum í einu, sérstaklega þegar þau eru jafnbrýn og bæjarfulltrúinn bendir á. Kristján Þór vill kannski segja sínum kjósendum hvernig gekk að vera forseti bæjarstjórnar á Akureyri í tvö ár, meðan hann sat á þingi? Hann lét ekki af því starfi fyrr en 9. júní á þessu ári, eftir að hafa setið á þingi í tvo vetur samhliða því starfi, þótt á vef Alþingis sé einungis greint frá því að hann sé í "bæjarstjórn Akureyrar síðan 1998".
Setja á Facebook