21.7.09

gagnrýni á Seðlabankann

Mér telst til að það sé slétt vika frá því ég vaknaði við fréttir af því að vinstrimenn væru að gagnrýna Seðlabankann fyrir pólitískan málflutning. Þá trompaðist stjórnarandstaðan og hægri pressan með vegna þess að vegið væri að faglegum störfum bankans. Í dag vaknaði ég við fréttir af því að stjórnarandstaðan véfengdi útreikninga Seðlabankans varðandi Icesave og nú bíð ég spennt eftir viðbrögðum stjórnarliða. Ég held það sé ágætis þumalputtaregla í lífinu, að ef það eru allir fúlir út í þig, þá ertu ekki að taka afstöðu með neinum heldur bara vinna vinnuna þína. Ég hinsvegar stend sjálfa mig að því að vera sammála öllum gagnrýnendum í þessu tilviki, bæði í síðustu viku og þessari, svo lítið traust stóð eftir á það sem ætti að vera ein grundvallarstofnun samfélagsins.
Setja á Facebook