17.7.09

tek undir þetta

Mér blöskraði það, í umræðunni um umsókn að ESB í gær, að þingmaður (ég hélt að fleiri hefðu gert þetta) hafi notað orðið nauðgun um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í gær. Get ekki annað en tekið undir gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem kom fram í morgun og er sagt frá í þessari frétt. Ég hitti nokkrar vinkonur mínar í gærkvöldi og eins og eflaust í flestum vinahópum þá voru þar einhverjar sem hefur verið nauðgað. Ég get upplýst Jón Gunnarsson um það að þeim misbauð orðaval hans, rétt eins og mér.
Setja á Facebook