13.7.09

sandkassaleikir

Alveg var það hreint ótrúleg upplifun að horfa á umræður á Skjá einum um eitt stærsta ágreiningsmál sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Tveir ungir karlar ræddu við þrjá (tiltölulega) unga karla og tvo miðaldra um Icesave og allir voru í jafnmiklum sandkassaleik. Mér sýndist ég sjá glitta í eina konu ganga fyrir myndavélina í bakgrunni. Konur eru 43% þingmanna og engin þeirra virðist skipta nógu miklu máli til að tjá sig um þetta (og ég veit að þær eru ekki formenn flokkanna, nema akkúrat þess sem ekki sendi formanninn). Á sama tíma sat einn karl og ræddi við þrjá aðra og tvær konur um hitt stóra málið sem varðar framtíð landsins. Þar voru náttúrulega mjúku málin líka til umræðu, ESB, þjóðaratkvæðagreiðslur og svona. Icesave hefur með alvöru völd að gera, peninga. Ég ætla að vona að það verði ekki bara þessir karlar sem mættu í Málefnið (eða karlarnir í InDefence, því ekki hef ég séð eina einustu konu í þeim hópi) sem ákveða hvernig Icesave fer.
Setja á Facebook