11.7.09

hagfræði og dósahnífar

Einu sinni voru hagfræðingur, verkfræðingur og eðlisfræðingur fastir á eyðieyju. Dag einn fundu þeir niðursuðudós sem hafði skolað upp á ströndina og hugsuðu sér gott til glóðarinnar að borða innihaldið. Verkfræðingurinn vildi berja dósinni á stina til að opna hana, en eðlisfræðingnum fannst það harkaleg leið. Hann lagði til að nota þyngdaraflið, láta stein detta ofan á dósina og opna hana þannig. Hagfræðingurinn taldi hvoruga leiðina vænlega til árangurs. Lausnin er miklu einfaldari, sagði hann: "Gefum okkur bara að við séum með dósahníf."

Allar greinar félagsvísinda byggja að einhverju leyti á því að fræðimenn gefi sér forsendur sem þeir vinna og draga ályktanir út frá. Eftir að lesa tvær greinar (eftir fjóra hagfræðinga) á bls. 30 í Morgunblaðinu í dag er ég sannfærð um að hagfræðin gefi sér ekki bara að hún sé með dósahnífa, heldur fjölda þeirra til að velja á milli.
Setja á Facebook