24.7.09

niðurlæging

Poppdívan Madonna segir í upphafi lags síns, What it Feels Like for a Girl að stelpur geti alveg klætt sig í gallabuxur og klippt hárið á sér stutt, verið í skyrtum og stígvélum, af því það er allt í lagi að vera strákur. En fyrir stráka er það niðurlægjandi að líta út eins og stelpa - af því þeim finnst það óæðra að vera stelpa.
Girls can wear jeans
And cut their hair short
Wear shirts and boots
cause it's ok to be a boy
But for a boy to look like a girl is degrading
cause you think that being a girl is degrading
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las frétt um fótboltaliðið sem refsar liðsmönnum fyrir að vera vísað út af með því að klæða þá í kjól á síðustu æfingu fyrir næsta leik. Búum við virkilega enn við samfélag þar sem svona hugsunarháttur er ráðandi?

En þetta er kannski ekki jafn pirrandi og mér fannst við fyrstu sýn. Speki Madonnu er ódauðleg. Hún segir við strákana: Innst inni viltu samt vita það, er það ekki? Hvernig það er að vera stelpa?
But secretly you'd love to know what it's like?
Wouldn't you?
What it feels like for a girl?

Hér er lagið með einhverju skrýtnu myndbandi, en talaði textinn í upphafi er a.m.k. inni. Njótið. Og persónulega finnst mér alveg frábært að vera stelpa.

Setja á Facebook