7.7.09

fréttamat

Ætlaði að "slappa af" yfir heimsfréttunum þegar ég kom heim í kvöld og kveikti á CNN. Þá er, að því er virðist, heill þáttur um umfjöllun CNN um minningarathöfnina um Michael Jackson. Er virkilega ekkert fréttnæmara að fjalla um? Það eru stríð, krísur, kjarnorkuvopnasamningar sem hægt væri að fjalla um, bara í dag. Syrgjum Michael Jackson, hirðum ekki um látna Afgani heitir þessi grein sem ég mæli með áður en fólk fer að horfa á minningarathöfnina (þó tónlistin hafi kannski verið góð). Og ef fólk er ekki í stuði fyrir "alvöru" fréttir, þá er a.m.k. hægt að gera grín að Söru Palin, sem telur að ef hún byggi í Hvíta húsinu, þá myndi lagadeildin þar verja sig gegn rógburði.
Setja á Facebook