29.7.09

forgangsverkefni

Brendan vinur minn frá Los Angeles (sem býr núna í Denver) er ótrúlega skemmtileg týpa. Hann skrifar á bloggið The Living Room Times, sem heitir eftir blaði sem hann stofnaði og rak í high school. Auk þess að vera lögfræðingur, maki og tveggja barna faðir (27 ára gamall) twittar hann, bloggar og feisbúkkar eins og vindurinn.

Í gær setti hann tengdi hann á þessa grein, og henti grín að því að bandaríska þingið, hafandi leyst öll helstu vandamál ríkisins, hefði nú snúið sér að því að banna sjónvarpsauglýsingar á lyfseðilsskyldum lyfjum, og sérstaklega á lyfjum við risvandamálum. Það er sennilega aldrei hægt að gera öllum til geðs hvað varðar forgangsverkefni ríkisstjórna eða þinga, en ég held að það yrði öllum ofboðið ef þingið færi að einbeita sér að svona löguðu hér á landi.

Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá virðist ólíklegt að auglýsingabannið verði að raunveruleika, en ein helsta ástæðan sem er gefin fyrir því að banna auglýsingar á þessum lyfjum sérstaklega er að það særi sómakennd áhorfenda að heyra þennan texta: "Leitaðu læknis ef þér rís hold í meira en fjóra tíma samfleytt." Þessu má víst ekki sleppa.
Setja á Facebook