27.7.09

bankar með heilahimnubólgu

Það er ekki oft sem ég les blogg Egils Helgasonar og hugsa: "Einmitt það sem ég var að hugsa", en það gerðist í dag. Egill bendir á að Ambrose Evans-Pritchard, sá er heldur því fram að krónan verði íslenska hagkerfinu til bjargar, sé þekktur rugludallur og gefur nokkur dæmi. Ég mundi eftir nafninu í samhengi við bandarísk stjórnmál, en ekki í samhengi við efnahagsmál, svo ég gúglaði hann og fann þessa frétt, þar sem Evans-Pritchard véfengir það að íslenska hagkerfið geti bjargað "bönkum með heilahimnubólgu", ef til þess kæmi. Það reyndist sannarlega rétt þótt ekki hefði ég trúað því fyrir fimmtán mánuðum síðan. Mikið væri ágætt að hann hefði rétt fyrir sér núna líka - þótt ég trúi því varla.
Setja á Facebook