8.6.09

Versalasamningar

Það má ef til vill færa rök fyrir því að kostnaðurinn sem fellur á okkur út af Icesave jafnist á við skaðabæturnar sem Þjóðverjar voru krafðir um eftir fyrri heimsstyrjöldina. Munurinn er bara að það hefur enginn áhyggjur af því að Ísland verði herskátt eins og Þýskaland millistríðsáranna og valdi annarri heimsstyrjöld. Það er almenn vitneskja í alþjóðasamskiptum að leiðtogar eru í raun alltaf að berjast í síðasta stríði. Þess vegna var Þjóðverjum veitt aðstoð við uppbyggingu eftir síðari heimsstyrjöldina. Við ógnum engum. Samlíkingin á því ekki við.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment