7.6.09

Icesave-lexía frá Þúkýdídesi

Sagnfræðingurinn Þúkýdídes ritaði sögu Pelópsskagastríðanna, sem áttu sér stað 431-404 f.Kr. Ein grunnlexía alþjóðasamskipta, og sú hugsun sem raunhyggjan (e. realism) byggir á, kemur úr Melosarsamræðunum (e. Melian Dialogue), milli Melosarmanna og Aþenumanna. Melos var smáríki, Aþena stórveldi. Melosarmenn vildu ekki styðja Aþenu í stríðsrekstri, og sögðu þá Aþenumenn (í stuttu máli) að þeir nenntu ekki að færa rök fyrir því að þeir hefðu ráðist gegn Melos af því það hefði gert á hlut Aþenu, því Melosarmenn vissu eins vel og Aþenubúar að réttlæti er, í raunveruleikanum, aðeins til umræðu milli jafningja. Meðan hinir sterku gera sem þeir vilja, þá munu hinir veiku þola það sem þeir þurfa.

Skiptið út Aþenu fyrir Bretland, Melos fyrir Ísland. Þetta er frekar einfalt. Melosarmenn létu sig ekki og þeim var útrýmt. Ég held við þurfum aðeins að slaka á stórmennskudraumunum og átta okkur á því að við búum ekki í réttlátum heimi. Fúlt.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment