22.6.09
tilbreyting
Ég hef, eins og eflaust flestir landsmenn, varla hugsað um annað en Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp á síðkastið. Framtíð þjóðarinnar, efnahagsmál og annað léttmeti hefur átt mig hug minn allan. Þess vegna var ótrúlega velkomin tilbreyting að detta ofan í Matarklúbb Hrefnu Rósu Sætran á Skjá einum fyrr í kvöld. Ég hef verið hrifin af matseldinni hennar lengi, en hún er greinilega jafn sjarmerandi og maturinn hennar. Létt spjall og girnilegir réttir dreifðu huganum og kveiktu fullt af hugmyndum fyrir matarboð, sem ég hef alltaf gaman af að halda. Ekki að ég telji að við höfum gott af því að stinga hausnum algjörlega í sandinn, en það er ágætt að dreifa huganum aðeins. Hlakka til að sjá meira af þessu!
Setja á Facebook