24.6.09

ofríki hinna veiku

Ég er að lesa nokkrar greinar um þorskastríðin og herstöðina á Keflavíkurflugvelli, svona af því það er sumar og ekkert annað hægt að gera. Það er í raun alveg magnað að lesa hvernig fulltrúar íslenska ríkisins hafa hagað sér í samskiptum við önnur ríki í gegnum söguna. Hugmynd Bismarks um ofríki hinna veiku (tyranny of weakness) kemur upp aftur og aftur. Eisenhower talaði um Ísland þannig á sjötta áratugnum og Kissinger á þeim áttunda. Íslendingar voru það veikir að ekki var hægt að ráðast gegn þeim, það væri einelti. En á þessum tíma var stuðningur Íslands við Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið einkar mikilvægur.

Nú eru margir sem vilja að við sýnum alþjóðasamfélaginu fingurinn á sama máta og samningamenn Íslands gerðu þá. En staðan í dag er afleiðing af því að heimta að spila með stóru strákunum; við getum ekki haldið því trúverðuglega fram að við séum svo lítil og krúttleg að það megi ekki beita okkur meðulum hinna fullorðnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Setja á Facebook