30.6.09

Jackson á víst börnin

OK, ég er fallin í Jackson gryfjuna. Var að velta því fyrir mér á Facebook hvort plötusalan myndi duga til að draga bú hans upp úr skuldagryfjunni (nemandi minn benti mér þá á að hann hefði nýlega selt réttinn af öllum sínum verkum), þegar vinkona mín í Los Angeles spurði hvort ég hefði séð viðtalið við Debbie Rowe um faðerni barnanna. Svo bætti hún þessu við; viðtalið við Rowe ku hafa verið falsað. Aðeins virðulegri fréttastofa hefur svo pikkað þetta upp. Verður gaman að sjá hvort þetta nær að verða jafn víðlesinn "sannleikur" og fréttin í gær, en þetta er líklega ekki nógu spennandi.
Setja á Facebook