27.6.09

973% aukning

Tónlist Michaels Jacksons hefur fylgt mér í gegnum lífið eins og flestum af minni kynslóð. Held samt ekki að ég hafi smellt á meira en 1-2 fréttir um andlátið og hef látið mér fyrirsagnirnar duga. En það er greinilega ekki hægt að segja það sama um heimsbyggðina - sem fréttir herma að hafi skekist við fréttirnar - því á Twitter gengur sú saga að áhorf á CNN hafi aukist um 973% á tímabili á fimmtudag þegar fréttirnar bárust. Ekki nema von að það sé fátt annað í "fréttum".
Setja á Facebook