12.5.09

kvenbremsa

Það þarf oftast nær hugrekki til að gagnrýna. Flest okkar búa ekki yfir þeim eiginleika að þora því. Það ættum við að hafa lært á þeim aðstæðum sem leiddu til hrunsins, þar sem meðvirknin og undirlægjuhátturinn réði ríkjum. Eitt er að gagnrýna andstæðinga sína, það ráðum við frekar við. En að gagnrýna samstarfsfólk og eigin stefnu þegar það brýtur gegn samþykktum og stefnu er annað. Sóley Tómasdóttir hefur ekki hikað við að halda uppi gagnrýni það misrétti sem kynin búa við í samfélaginu. Ég er stolt af henni fyrir að halda viðteknum hætti þótt hennar eigin flokkur sitji nú við völd. Það mættu meðlimir í öðrum flokkum taka sér til fyrirmyndar. Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG skrifar góða samantekt á þeim óþverra sem fólki þykir nauðsynlegt að láta Sóleyju heyra, á Smuguna í dag. Ef einhver annar hefði gagnrýnt VG fyrir að ganga gegn félagshyggjustefnu sinni og skrifa upp á einkaframkvæmdir í heilbrigðisgeiranum í stórum stíl, fengi það svona viðbrögð? Ég ætti kannski bara að læra að þegja, eins og Sóley?
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment