28.4.09
sá yðar
Ég horfði á fallega sögu í Kastljósinu í kvöld, um fólk sem fékk ósk sína að eignast barn uppfyllta á næstum óraunverulegan hátt. Mér hreinlega vöknaði um augu. Svo kom sálfræðingur frá Barnaverndarstofu í heimsókn til Þóru og gaf góða lýsingu á fósturkerfinu hér á landi, en þetta er kerfi sem margir þekkja ekki til og gerir ótrúlega hluti fyrir fjölda barna á hverju ári. Svo spurði Þóra hann út í það hversu algengt það væri að konur gæfu frá sér nýfædd börn, og hvort sá möguleiki væri kynntur sem valkostur við fóstureyðingu. Þá sagði maðurinn: "Sá sem er að fæða barn, hann...". Og þá hætti ég að heyra. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að svo mörgum finnst fáránlegt að breyta heitunum á ráðherrum og forstjórum - fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað kynjun tungumálsins getur verið fáránleg.
Setja á Facebook
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
0 comments:
Post a Comment