29.4.09

fyrstu 100 dagarnir

Ég var að birta pistil á Smugunni um nokkra áfanga á fyrstu 100 dögum Obama í forsetastóli. Skemmtilegt að velta fyrir sér hliðstæðunum, að þótt allt sé í kaldakolum, þá telja 48% Bandaríkjamanna landið vera á réttri leið, og það er í fyrsta sinn í fimm ár sem þeir eru fleiri en þeir sem telja landið ekki vera á réttri leið (44%). Mætti kannski ætla að þarna séu svipaðar ástæður að baki og valda því að minnihlutastjórn fékk meirihluta atkvæða í kosningunum hér um helgina, þrátt fyrir að hafa staði frammi fyrir óleysanlegum verkefnum fyrir þremur mánuðum.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment