Með marktækri vinstri sveiflu í kosningunum í gær er konum að fjölga umtalsvert á þingi. Í stað 31% hlutfalls kvenna í kosningunum 2007 stöndum við frammi fyrir því að standa loksins jafnfætis hinum Norðurlöndunum hvað varðar stöðu kvenna á þingi. Konur verða 27 eða rétt um 43% þingmanna, karlar 36 eða 57%. Það vantar enn herslumuninn að ná fullu jafnræði, en þetta mjakast. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta er að þrír flokkar - bæði VG og Samfylking auk Borgarahreyfingarinnar - eru með nákvæmlega jafn margar konur og karla á þingi. Framsókn er með tvöfalt fleiri karla en konur í sínum þingflokki (voru með 6 karla á móti fjórum konum snemma í morgun) og Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega það, ellefu karla á móti fimm konum.
Það stendur því einna helst á Sjálfstæðisflokknum að taka á jafnréttismálum. Ég treysti því að ný ríkisstjórn verði skipuð konum og körlum til jafns og að jafnréttismál verði sett á oddinn í stefnumálum hennar.
0 comments:
Post a Comment