18.4.09

þeir sögðu nei


Tíu ára barátta kvenfrelsishreyfingarinnar á Íslandi - og sérstaklega Kolbrúnar Halldórsdóttur - skilaði árangri í kvöld, þegar bann við kaupum á vændi var samþykkt á Alþingi. Þrír þingmenn, Björn Bjarnason, Jón Magnússon og Kjartan Ólafsson, greiddu atkvæði gegn málinu. Þeir styðja sumsé vændiskaup. Merkilegt að þessir þrír þingmenn eiga ekki möguleika á þingsæti í kosningunum í næstu viku. Sextán þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði. Kolbrún og baráttukonurnar á Stígamótum, sem hafa barist kvenna harðast fyrir þessum lögum, fá mínar innilegustu hamingjuóskir, sem og íslenskt samfélag.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment