10.4.09

bannað að hlæja

Ég man eftir því þegar við fórum fyrst á skíði á föstudaginn langa fjölskyldan - og þegar það var farið að messa í Hlíðarfjalli til að koma með trúna til fólksins - að mamma sagði okkur systkinunum frá því að í hennar æsku hefði ekki einu sinni mátt spila á spil á þessum degi. Helgin er nú að mestu leyti farin, en reyndar er Vantrú að halda bingó í dag sem endranær, sem minnir okkur á það að enn á ýmsu eftir að breyta. Hér í Brussel er heldur ekki að sjá að það sé annað en venjulegur föstudagur. En í ljósi þess að það var einu sinni bannað að skemmta sér á föstudaginn langa og að ég komst aldrei til að skrifa um G20 fundinn eins og ég ætlaði, þá eru hér nokkrar grínmyndir um hann. Líka ágætis tilbreyting frá styrkjaumræðunni.

Fátt breytist nema ímyndinNæstum sömu hlutföll og hjá þeim sem settu Ísland á hausinn, 10 karlar fyrir hverja konu


Spurning hvað er reiði - mótmæli eða morð?

Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment