Ég tók mig til í gær og sendi Jafnréttisstofu kvörtun vegna skipunar nýs bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bíð spennt eftir að lögfræðingur stofunnar skoði málið og láti mig vita hvort stofan telur að þessi skipun standist lög. Bætti líka inn kvörtun vegna stjórnarskrárnefndar Alþingis, svona fyrst ég var byrjuð. Auðvitað hellingur annar yfir að kvarta. Sendi svo bréf á forseta Alþingis, forsætis- og fjármálaráðherra líka, svona til að leyfa þeim að vera með. Þetta er komið á mbl.is.
Jafnréttislögin verða eins árs á morgun. Væri gaman að gefa þeim það í afmælisgjöf að þeim sé fylgt.
Var annars á Rás 2 í gær að tala um kynjahlutföll í prófkjörum (50:45 á teljaranum) og á mbl.is (á bls. 8 í Mogganum) í dag um sama mál.
VIÐBÓT: Ég hef fengið nokkrar ábendingar og séð blogg um að þessi nefnd sé ekki skipuð heldur kjörin. Því vil ég svara þannig til að nefndin er ekki kosin beint, held með hlutfallskosningu af tveimur listum, sem lagðir eru fram af stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig var sjálfkjörið í nefndina þó tveir listar hafi verið lagðir fram. Ríkisstjórninni hefði því verið í lófa lagið að tilnefna a.m.k. tvo karla og tvær konur. Hefði það verið gert væru hlutföllin í nefndinni 4 karlar og 3 konur, því stjórnarandstaðan tilnefndi 2 karla og 1 konu. Þá eru 5 konur og 2 karlar varamenn, og einfalt hefði verið að færa til á listunum þannig að hlutföllin jöfnuðust.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Stjórnin í Kaupthing eru bara konur -- ætlaru ekki að senda þangað lika?
Róbert 2 af bankaráðunum stangast á við jafnréttislög. Af hverju nefnirðu bara það þar sem hallar á karlana? Bankaráð Kaupþings er að verða fyrirtaks skálkaskjól fyrir karlrembur - fullkomið alibi - að geta bent á undantekninguna sem sannar regluna. Það er aragrúi af nefndum og ráðum þar sem hallar á konur og skilaboðin eru mjög skýr og einhliða í þá áttina.
Takk annars Silja Bára fyrir að taka þetta mál lengra. Svo löngu tímabært og þarft!
Flott hjá þér! Róbert þú bara kærir sjálfur ;)
mbk, Petur Henry (undir ID eiginkonu minnar sýnist mér..., við erum svo jöfn að við komum fram sem einn einstaklingur)
Post a Comment